TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 10:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sagði flugmanninn hafa sýnt gáleysi, en þó þyrfti TM að greiða fullar bætur. Vísir/Stefán/Valli Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga. Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga.
Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira