TM gert að greiða flugmanni átta og hálfa milljón í bætur Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 10:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sagði flugmanninn hafa sýnt gáleysi, en þó þyrfti TM að greiða fullar bætur. Vísir/Stefán/Valli Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Tryggingamiðstöðin hf. hefur verið dæmd til að greiða manni átta og hálfa milljón króna í örorkubætur eftir flugslys á Austurlandi 2009. TM segir að maðurinn hafi sýnt mikið gáleysi þegar slysið varð og hafði áður borgað út þriðjung bóta vegna slyssins. Þrátt fyrir að dómurinn sé sammála um að hann hafi sýnt gáleysi sé það ekki tilefni til að skerða bætur vegna slyssins. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu á föstudaginn. Dóminn í heild sinni má sjá hér. Maðurinn hafði flogið á lítilli einkaflugvél frá Mosfellsbæ til Vopnafjarðar, en bæði hann og vinur hans sem var með í för voru vanir flugmenn. Tilgangur ferðarinnar var að hitta menn sem voru við veiðar Selá í Selárdal. Mennirnir voru í veiðihúsinu í tvo tíma og héldu svo aftur heim á leið. Flugvélinni var þó flogið inn Selárdal og að veiðihúsinu. Í niðurstöðum skýrslu Rannsóknarnefnda flugslysa segir að vélinni hafi verið flogið lágt og að hún hafi lent á rafmagnslínu sem lá þvert yfir Selá og brotlent. Rafmagnslínan sem flugvélin flaug á var í um 12,5 metra hæð. Þá segir einnig að vélinni hafi verið flogið undir lágmarksflughæð á þessum stað sem er 150 metrar.Í öndunarvél í tíu daga Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í slysinu og var hann úrskurðaður látinn á slysstað en flugmaðurinn, sem slasaðist alvarlega, var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann lá sofandi í öndunarvél í tíu daga. Eftir slysið var læknisfræðileg örorka flugmannsins vegna afleiðinga slyssins metin 66,5 prósent. Tryggingamiðstöðin viðurkenndi ekki greiðsluskyldu sína í desember 2010 og sagði að sem flugmaður vélarinnar hefði maðurinn sýnt „stórkostlegt gáleysi“ þegar flugvélin brotlenti. Þeirri niðurstöðu beindi maðurinn til úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu í mars 2012, að Tryggingamiðstöðin þyrfti að greiða þriðjung slysatryggingarbóta, sem var gert. Maðurinn höfðaði mál til að fá úrskurð nefndarinnar hnekkt og fá restina af bótunum. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að dómurinn telji að „háttsemi stefnanda hafi verið gáleysisleg og ámælisverð.“ Dómurinn féllst þó ekki á að um hafi verið að ræða slíkt gáleysi að bótaréttur mannsins yrði skertur á grundvelli laga.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira