Skeljagrandabróðir eldri þarf að víkja úr dómssal: Rafstuð í kynfæri og smjörsýra í munn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2015 10:48 Fimm ákærur eru teknar fyrir í einu og sama máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni. vísir/gva Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára drengir þurfa að víkja úr dómssal á meðan brotaþoli á nítjánda ári gefur skýrslu. Hæstriréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að þessu leyti en þremenningarnir eru grunaðir um frelsissviptingu, ólögmæta nauðung, sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til fjárkúgunar í ágúst 2014. Meint árás átti sér stað í húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eru mennirnir meðal annars sakaðir um að hafa gefið átján ára piltinum rafstuð í kynfæri, stungið hann í lærið með óhreinni sprautunál og neytt hann til að drekka smjörsýru. Vísir fjallaði ítarlega um ákæruna á dögunum en þremenningarnir neita sök í málinu. Óttaðist brotaþoli að hann myndi láta lífið á meðan á árásinni stóð að því er fram kemur í máli réttargæslumanns. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að fyrir liggi vottorð frá sálfræðingi þar sem fram kemur að pilturinn hafi verið haldinn mikilli streitu og skelfingu frá atburðinum. Hann sé haldinn alvarlegri áfallastreituröskun. Taldi dómurinn að nærvera Kristján og hinna tveggja gæti orðið vitninu sérstaklega erfið og hafa mögulega áhrif á framburð hans. Hæstiréttur var sama sinnis.Fimm ákærur gegn Kristjáni Fimm ákærur gagnvart Kristjáni Markúsi hafa verið sameinaðar í einu og sama málinu sem rekið verður í héraði. Í einu þeirra er Kristján ásamt Ríkharði Ríkharðssyni og Marteini Jóhannssyni sakaður um að hafa í febrúar í fyrra veist að manni í íbúð hans. Eiga þeir að hafa meðal annars tekið hann kverkataki, slegið með leikjatölvu í andlitið og stungið með skærum í upphaldeggina og axlirnar. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi en nánar má lesa um ákæruna hér. Lögmaður mannsins bar því við að að vitnið væri hrætt við ákærðu og fyrir lægi vottorð frá í febrúar í fyrra sem sýni mjög sterk einkenni streituröskunar mannsins í kjölfar árársarinnar. Vottorð frá réttargæslumanni mannsins barst eftir að boðað var til uppkvaðningar úrskurðar. Dómari taldi það of seint fram komið og að ekki hefði verið sýnt fram á að nærvera Kristjáns, Ríkharðs og Marteins gæti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð hans. Hafnaði dómurinn því beiðninni og staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér. Tengdar fréttir Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. 25. mars 2015 11:07 Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára drengir þurfa að víkja úr dómssal á meðan brotaþoli á nítjánda ári gefur skýrslu. Hæstriréttur staðfestir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að þessu leyti en þremenningarnir eru grunaðir um frelsissviptingu, ólögmæta nauðung, sérstaklega hættulega líkamsárás og tilraun til fjárkúgunar í ágúst 2014. Meint árás átti sér stað í húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. Eru mennirnir meðal annars sakaðir um að hafa gefið átján ára piltinum rafstuð í kynfæri, stungið hann í lærið með óhreinni sprautunál og neytt hann til að drekka smjörsýru. Vísir fjallaði ítarlega um ákæruna á dögunum en þremenningarnir neita sök í málinu. Óttaðist brotaþoli að hann myndi láta lífið á meðan á árásinni stóð að því er fram kemur í máli réttargæslumanns. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að fyrir liggi vottorð frá sálfræðingi þar sem fram kemur að pilturinn hafi verið haldinn mikilli streitu og skelfingu frá atburðinum. Hann sé haldinn alvarlegri áfallastreituröskun. Taldi dómurinn að nærvera Kristján og hinna tveggja gæti orðið vitninu sérstaklega erfið og hafa mögulega áhrif á framburð hans. Hæstiréttur var sama sinnis.Fimm ákærur gegn Kristjáni Fimm ákærur gagnvart Kristjáni Markúsi hafa verið sameinaðar í einu og sama málinu sem rekið verður í héraði. Í einu þeirra er Kristján ásamt Ríkharði Ríkharðssyni og Marteini Jóhannssyni sakaður um að hafa í febrúar í fyrra veist að manni í íbúð hans. Eiga þeir að hafa meðal annars tekið hann kverkataki, slegið með leikjatölvu í andlitið og stungið með skærum í upphaldeggina og axlirnar. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi en nánar má lesa um ákæruna hér. Lögmaður mannsins bar því við að að vitnið væri hrætt við ákærðu og fyrir lægi vottorð frá í febrúar í fyrra sem sýni mjög sterk einkenni streituröskunar mannsins í kjölfar árársarinnar. Vottorð frá réttargæslumanni mannsins barst eftir að boðað var til uppkvaðningar úrskurðar. Dómari taldi það of seint fram komið og að ekki hefði verið sýnt fram á að nærvera Kristjáns, Ríkharðs og Marteins gæti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar og haft áhrif á framburð hans. Hafnaði dómurinn því beiðninni og staðfesti Hæstiréttur úrskurðinn.Dóm Hæstaréttar má lesa í heild sinni hér.
Tengdar fréttir Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. 25. mars 2015 11:07 Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. 25. mars 2015 11:07
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15