Segir mikið af fíkniefnum í umferð á Vogi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. mars 2015 11:19 Aðalsteinn braut reglurnar á Vogi þegar hann neytti rítalíns þar á meðan hann var í meðferð. Vísir/Stefán/Einar Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira
Aðalsteinn Árdal Björnsson, fangi á Litla- Hrauni, segir að auðvelt sé að komast í lyf á sjúkrahúsinu Vogi. Það hafi hann upplifað þegar hann fór á sjúkrahúsið til að taka út hluta fangelsisdóms sem hann afplánar nú. Þetta kemur fram í pistli sem Aðalsteinn ritar og birtist á vef Pressunnar. Aðalsteinn var dæmdur í 23 mánaða fangelsi vegna ýmissa afbrota en hann hefur verið í fíkniefnaneyslu í 22 ár, eða frá því hann var 13 ára gamall. Í apríl í fyrra fékk Aðalsteinn að taka dóminn út í meðferð og fór hann á Vog. Þaðan fór hann á Staðarfell í eftirmeðferð og svo á áfangaheimilið Vin. Aðalsteinn féll hins vegar eftir fimm mánuði og tók lyf. Hann var því fluttur í fangelsi en óskaði eftir að fara aftur á Vog. Eftir tvo mánuði var orðið við þeirri ósk hans og hann fór aftur á áfangaheimilið. Hann féll hins vegar aftur: „Niðurstaðan var að ég fór aftur á sjúkrahúsið Vog, mjög veikur af mínum sjúkdómi. Þegar ég kom þangað var mikið rugl í gangi. Margir í neyslu og hafði tekist að smygla lyfjum inn á sjúkrahúsið. Mér gekk vel til að byrja með. Á áttunda degi lét ég undan lönguninni og tók rítalín. Mig langaði ekki að vera í vímu. Að falla. Ég var bara ekki sterkari á svellinu en þetta.“ „Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi“ Í kjölfarið komu tveir fangaflutningamenn og fluttu Aðalstein aftur á Litla-Hraun. Fékk hann þær upplýsingar að hann hefði brotið reglur sjúkrahússins með því að neyta lyfja. Aðalsteinn vill hins vegar að reglurnar verði endurskoðaðar: „Alkóhólismi er sjúkdómur. Vogur er sjúkrahús. Og ég er sjúklingur. Ég er lasinn. Það ætti enginn að verða hissa að veikur alkóhólisti drekki áfengi eða taki eiturlyf þegar það er rétt að byrja renna af honum. Viðkomandi sér varla enn í gegnum lyfjamókið. Við þetta má svo bæta að það er alvarlegt hversu mikið af fíkniefnum er í umferð á Vogi. Landslagið þar er gjörbreytt. Ég var færður lasinn af sjúkrahúsinu Vogi í fangelsi. Handtekinn fyrir aðaleinkenni fíkniefnasjúkdómsins. Og skutlað á Litla Hraun.“ Pistil Aðalsteins má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Sjá meira