Gagnrýnir vinnubrögð EasyJet: Sat inni í vél í tíu klukkustundir Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2015 14:49 Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni. Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni.
Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19