Gagnrýnir vinnubrögð EasyJet: Sat inni í vél í tíu klukkustundir Jakob Bjarnar og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2015 14:49 Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni. Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Það tók Dóróthe Guðjónsdóttur tíu tíma alls að komast heim frá Frakklandi, þar sem hún var í stuttu fríi. Dóróthe flaug frá Basel í Sviss með breska flugfélaginu EasyJet og átti heimferðin að taka tæpa fjóra tíma. Slæmt veður varð þó til þess að ferðin tók breytta stefnu.Farþegum ekki hleypt út Snarvitlaust veður var víðast hvar á landinu í gær og samgöngur lamaðar. Flugbrautum á Keflavíkurflugvelli var lokað í gær þar sem ekki var hægt að lenda þar vegna veðurs. Því seinkuðu öll flugfélög sínum flugferðum, nema EasyJet. Þess í stað var ákvörðun tekin um að lenda á Egilsstaðaflugvelli og sátu farþegar þar í vélinni í um tvo klukkutíma. Ekki var leyfilegt að fara úr vélinni, þar sem ekki var hægt að kalla út starfsfólk til að taka á móti farþegunum.Lent var á Egilsstaðaflugvelli þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.mynd/dóróthe„Við flugum þaðan til Keflavíkur þar sem við fengum að sitja inni í vél í fjóra tíma til viðbótar áður en við vorum keyrð upp að flugstöð,“ segir Dóróthe sem gagnrýnir vinnubrögð flugfélagsins. Hún sjálf hafi athugað hvort hægt yrði að lenda í Keflavík og fengið þau svör að svo yrði ekki. Hún setur því spurningamerki við að ákveðið hafi verið að leggja af stað þegar það lá fyrir hversu slæmt veður var á Íslandi. Tilfinningin slæm„Frekar hefði ég verið til í að bíða inni á flugvelli í Basel heldur en að þurfa að sitja inni í vél í tíu klukkutíma. Tilfinningin að vera þar inni var ekki góð. Það var ekki gott loft og maður var orðinn ansi óþolinmóður því maður vill alltaf komast heim eftir frí. Þannig að þetta var ævintýri útaf fyrir sig,“ segir hún. Farþegar í sex flugvélum biðu klukkutímum saman úti á Keflavíkurflugvelli þar sem ekki var hægt að tengja við innganginn vegna hvassviðris. Tvær vélar frá EasyJet voru þar á meðal en báðar lentu þær fyrst á Egilsstöðum.Vélin lenti við gömlu herstöðina og þangað voru farþegar sóttir.Aðspurð hvort innilokunarkennd hafi gert vart við sig meðal segir hún svo ekki hafa verið. Þolinmæðin hafi þó fljótt klárast og eirðarleysið töluvert. „Annars var fólk óskaplega tillitssamt og sýndi þolinmæði og sat bara í sætunum sínum þar sem það reyndi að lesa og drepa tímann með einhverjum hætti." Um klukkan 23 komust Dóróthe og aðrir farþegar vélarinnar úr vélinni. Hún segir marga orðna svanga og þreytta á þeim tíma, þar sem lítið var til af mat í vélinni.
Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
Flugvélar sitja fastar á flugbrautinni í Keflavík Ekki hægt að afgreiða vélarnar sem stendur vegna veðurs. 10. mars 2015 20:19