Karl Berndsen allur að koma til eftir langa baráttu við krabbamein Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. nóvember 2015 20:52 Karl Berndsen er ekki dauður úr öllum æðum. Vísir Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“ Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira
Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen segist allur vera að braggast eftir langa og stranga sjúkrasögu síðustu missera. Greint var frá því árið 2013 að Karl væri að berjast við alvarleg veikindi en í fyrstu var ranglega talið að um heilaæxli væri að ræða. Síðar kom í ljós að meinið var krabbamein í eitlum og þurfti hann að fara í fjölda aðgerða til að hamla ofmyndun á heilavökva. Nú tveimur árum, ellefu heilaaðgerðum, nokkrum ventlum sem tappa af umframvökva í heila Karls og einni lyfjameðferð síðar hefur náðst að drepa niður meinið. „Síðan hefur leiðin legið uppávið og með hjálp góðra snillinga sem Reykjalundur hefur að geyma og ég orðið aðnjótandi af, er kallinn allur að koma til,” segir Karl sem er Íslendingum góðkunnur, meðal annars fyrir þættina „Kalli Berndsen í nýju ljósi“ sem sýndir voru á Stöð 2 árið 2012. Hann segir síðustu ár hafa einkennst af mikilli baráttu sem lærdómsríkt hafi verið að takast á við og þakkar þeim sem standa honum næst fyrir stuðninginn. „Núna er vel um mig hugsað í World Class hjá Dísu og Bjössa, sjúkraþjálfun hjá Arnari Má í Styrk, Bergi kírópraktor og Kolbeini nuddara og nálastungumeistara og ekki má gleyma Ljósinu, sem er yndislegur staður fyrir fólk, sem greinst hefur með krabbamein, stuðningur og fræðsla,“ segir Karl á Facebook og bætir við: „Bara svo það sé á hreinu er ég alls ekki dauður og sannarlega að byrja kafla tvö í lífi mínu. Ég vona að þið verðið mér áfram samferða.“
Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Sjá meira