Enski boltinn

Borini á leið til Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Borini lék við góðan orðstír hjá Sunderland tímabilið 2013-14.
Borini lék við góðan orðstír hjá Sunderland tímabilið 2013-14. vísir/afp
Liverpool hefur samþykkt kauptilboð Sunderland í ítalska framherjann Fabio Borini. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu BBC í dag.

Talið er Sunderland borgi 10 milljónir punda fyrir Borini sem lék sem lánsmaður með Sunderland tímabilið 2013-14. Borini gerði 10 mörk í 40 leikjum fyrir Sunderland.

Ítalinn fékk fá tækifæri með Liverpool á síðasta tímabili og var aðeins þrisvar í byrjunarliði Rauða hersins í ensku úrvalsdeildinni.

Borini var fyrsti leikmaðurinn sem Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, keypti til félagsins en hann lék einnig undir stjórn Norður-Írans hjá Swansea seinni hluta tímabilsins 2010-11.

Sunderland hefur ekki farið vel af stað í úrvalsdeildinni og situr í botnsæti hennar með aðeins tvö stig eftir fjórar umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×