Fær ekki bætur vegna stórfelldrar líkamsárásar því hann var þátttakandi í slagsmálunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. desember 2015 11:17 Árásin átti sér stað við Hótel 1919 í Hafnarstræti á nýársdag 2011. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær bótakröfu manns sem varð fyrir stórfelldri líkamsárás að morgni nýársdags 2011 en hann krafðist bóta úr heimilistryggingu Andra Vilhelms Guðmundssonar sem dæmdur var í fjögurra ára fangelsi vegna árásarinnar. Fram kemur í dómnum að málsaðilum beri að mestu leyti saman um málsatvik en umrædd líkamsárás lýsti sér í því að Andri Vilhelm veittist að manninum sem fór fram á bætur nálægt Hótel 1919 í Hafnarstræti. Sparkaði Andri í manninn þannig að hann féll í gangstéttina og sparkaði síðan ítrekað í höfuð hans og líkama þar sem hann lá í götunni. Afleiðingar árásarinnar urðu meðal annars þær að maðurinn hlaut lífshættulegan höfuðáverka og var han metinn 15 prósent öryrki í september 2012. Að mati dómsins á maðurinn þó ekki rétt á bótum úr heimilistryggingu Andra þar sem framburður vitna í sakamálinu sem höfðað var vegna árásarinnar þykir sanna að maðurinn hafi tekið þátt í slagsmálunum sem leiddu til áverkanna sem hann svo hlaut. Þar með hafi hann fyrirgert rétti sínum til bóta samkvæmt skilmálum heimilistryggingar Andra Vilhelms og er í dómnum vísað í lög um vátryggingarsamninga „sem setja því ekki skorður að samið sé um ábyrgðartakmarkanir af þessu tagi þar sem vátryggingartaki hefur stofnað til aukinnar áhættu á tjóni með tiltekinni hegðun.“ Þá er í dómnum vísað í framburð vitna fyrir héraðsdómi við aðalmeðferð sakamálsins þar sem þau lýstu því að hafa „gengið fram á átök,“ eða séð tvo menn í „slagsmálum.“ „Með vísan til merkingar orðanna „átök“ og „slagsmál“ samkvæmt almennri málvenju, verður að leggja þann skilning í framburð þessara vitna að stefnandi hafi umrædda nýársnótt sjálfur tekið ákvörðun um að fljúgast á við árásarmanninn með hætti sem einskorðaðist ekki við nauðsynlega vörn gagnvart árásinni og þannig tekið aukna áhættu á að verða fyrir líkamstjóni,“ eins og segir í dómi héraðsdóms. Var tryggingafélag Andra því sýknað af bótakröfu mannsins.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira