Hvassahraun afleitt flugvallarstæði Linda Blöndal skrifar 12. apríl 2015 19:30 Ómar segir fullreynt með hugmynd um flugvöll í Hvassahrauni Flugvöllur í Hvassahrauni er áratuga gömul hugmynd og hefur verið sannreynt að hún er ómöguleg, segir Ómar Ragnarsson en bygging nýs flugvarllar þar er nú til ítarlegrar skoðunar. Ómar Ragnarsson sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að að fyrir fimmtíu árum hafi verið rætt um flugvöll í hrauninu en hugmyndin verið felld. Fjallgarður veldur ómögulegu veðurskilyrðumStöðvar tvö sagði frá því í gær að tillögur um nýjan flugvöll væru nú til ítarlegrar skoðunar hjá sáttanefnd flugvallarmálsins, eða Rögnunefndinni sem gæti nýst bæði innanlandsflugi og sem millilandaflugvöllur. Völlurinn yrði sex til átta kílómetrar frá útjaðri Hafnarfjarðar. Ómar sem er yfirlýstur stuðningsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri segir að tvennt aðallega gera flugvöll ómögulegan í hrauninu. „Annars vegar er það ókyrrðin. Menn hafa prófað að fljúga þarna yfir en urðu bara veikir og fundu að þeir gátu ekki flogið þarna", sagði Ómar. „Það er ókyrrasta vindáttin hér, austanáttin og algengasta stormvindáttin yfirleitt. Það er fjallgarður suðaustur af hrauninu sem er 30 kílómetra langur og er eins og veggur og nær í sex til sjö hundruð metra hæð, þótt fólk taki ekki eftir því. Þessi fjallgarður gerir svo mikla ókyrrð að þetta er alveg afleitt flugvallarstæði. Það var verið að reyna að vekja upp þ ennan draug fyrir fimmtíu árum og hann drapst og nú á að reyna að vekja hann upp aftur og láta hann drepast aftur", segir Ómar. Fjallgarðinn segir Ómar mynda hina miklu veðurfarslegu hindrun fyrir flug þarna um. „Ég er búinn að upplifa það svo oft í fluginu að vindurinn stígur upp af fjalggarðinum, fer svo fram af brúninni og skellur þá niður eins og foss. Vilja menn áfram ófremdarástand?Rögnunefndin lætur nú meta veðurfarslega og jarðfræðilega núna fyrir þessa staðsetningu. Ómar segir slíkt taka langan tíma. „Þá tekur það einhver ár. Venjulega gera menn ekki veðurfarsathuganir nema það taki nokkur ár. Og ætla menn ekki að leysa þetta núna? Vilja menn ennþá hafa þetta ófremdarástand sem er", spyr Ómar. Ómar fullyrðir að flugleiðir innanlands myndu lengjast og bendir einnig á að miðja höfuðborgarinnar sé í dag í Fossvoginum. Lengdin til flugvallar í hrauninu yrði því mun lengri frá miðpunkti borgarinnar en er nú til flugvallarins í Vatnsmýri. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Flugvöllur í Hvassahrauni er áratuga gömul hugmynd og hefur verið sannreynt að hún er ómöguleg, segir Ómar Ragnarsson en bygging nýs flugvarllar þar er nú til ítarlegrar skoðunar. Ómar Ragnarsson sagði í fréttum Stöðvar tvö í kvöld að að fyrir fimmtíu árum hafi verið rætt um flugvöll í hrauninu en hugmyndin verið felld. Fjallgarður veldur ómögulegu veðurskilyrðumStöðvar tvö sagði frá því í gær að tillögur um nýjan flugvöll væru nú til ítarlegrar skoðunar hjá sáttanefnd flugvallarmálsins, eða Rögnunefndinni sem gæti nýst bæði innanlandsflugi og sem millilandaflugvöllur. Völlurinn yrði sex til átta kílómetrar frá útjaðri Hafnarfjarðar. Ómar sem er yfirlýstur stuðningsmaður þess að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri segir að tvennt aðallega gera flugvöll ómögulegan í hrauninu. „Annars vegar er það ókyrrðin. Menn hafa prófað að fljúga þarna yfir en urðu bara veikir og fundu að þeir gátu ekki flogið þarna", sagði Ómar. „Það er ókyrrasta vindáttin hér, austanáttin og algengasta stormvindáttin yfirleitt. Það er fjallgarður suðaustur af hrauninu sem er 30 kílómetra langur og er eins og veggur og nær í sex til sjö hundruð metra hæð, þótt fólk taki ekki eftir því. Þessi fjallgarður gerir svo mikla ókyrrð að þetta er alveg afleitt flugvallarstæði. Það var verið að reyna að vekja upp þ ennan draug fyrir fimmtíu árum og hann drapst og nú á að reyna að vekja hann upp aftur og láta hann drepast aftur", segir Ómar. Fjallgarðinn segir Ómar mynda hina miklu veðurfarslegu hindrun fyrir flug þarna um. „Ég er búinn að upplifa það svo oft í fluginu að vindurinn stígur upp af fjalggarðinum, fer svo fram af brúninni og skellur þá niður eins og foss. Vilja menn áfram ófremdarástand?Rögnunefndin lætur nú meta veðurfarslega og jarðfræðilega núna fyrir þessa staðsetningu. Ómar segir slíkt taka langan tíma. „Þá tekur það einhver ár. Venjulega gera menn ekki veðurfarsathuganir nema það taki nokkur ár. Og ætla menn ekki að leysa þetta núna? Vilja menn ennþá hafa þetta ófremdarástand sem er", spyr Ómar. Ómar fullyrðir að flugleiðir innanlands myndu lengjast og bendir einnig á að miðja höfuðborgarinnar sé í dag í Fossvoginum. Lengdin til flugvallar í hrauninu yrði því mun lengri frá miðpunkti borgarinnar en er nú til flugvallarins í Vatnsmýri.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira