Enski boltinn

Rikki trylltist þegar Ipswich jafnaði gegn Norwich

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, lýsti jafntefli Ipswich og Norwich í fyrri undanúrslitaleik liðanna í umspili um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, en Ipswich jafnaði metin undir lok fyrri hálfleik. Freddie Sears skaut þá skoti að marki Norwich sem John Ruddy, markvörður Norwich, hélt ekki og Paul Anderson kom boltanum yfir línuna.

Markið vakti mikla lukku hjá Rikka sem lýsti leiknum, en hann gjörsamlega missti sig og röddin var við það að fara með á tímapunkti. Markið og lýsingu Rikka má sjá hér að neðan.

Síðari leikur liðanna fer fram næsta laugardag. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir annað hvort Middlesbrough eða Ipswich í úrslitaleik um eitt laust sæti í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×