„Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 1. júlí 2015 21:42 Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“ Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Róttæk hækkun á leiguverði hátt í níutíu íbúða í Reykjanesbæ, sem getur numið tugum þúsunda, setur líf fjölmargra fjölskyldna úr skorðum. Margir íhuga nú stöðu sína og sjá sér ekki annan kost færan en að flytja. Leigufélagið Tjarnarverk, sem keypti tæplega níutíu íbúðir í Keflavík, Innri-Njarðvík og Vogunum af Íbúðalánasjóði í maí, tilkynnti leigjendum á dögunum að leiguverð mun hækka um tugi þúsunda. Þessi hækkun hefur áhrif á tugi fjölskyldna. Og hjá mörgum þeirra er staðan nokkuð einföld. Annað hvort að punga út tuttugu, þrjátíu, fjörutíu þúsund krónur aukalega á mánuði, eða einfaldlega pakka saman og fara. Erna og Sigurrós eru nágrannar í Svölutjörn. Hækkun Ernu hljóðar upp á fimmtíu og fimm þúsund krónur. „Ég veit bara ekkert hvað ég á að gera,“ segir Erna Bára Magnúsdóttir, leigjandi. „Við þurfum að íhuga okkar stöðu. Þetta er of mikil hækkun.“ Sigurrós Hrefna Skúladóttir, nágranni Ernu, tekur í sama streng. „Maður er alveg tilbúinn að borga eitthvað meira og maður bjóst við því. En 40% hækkun er svolítið mikið. Þetta er ekki eitthvað sem maður dregur upp úr rassvasanum.“ Erna, Sigurrós og fleiri viðmælendur fréttastofu sem leigja hjá Tjarnarverki benda jafnframt á ástand íbúðanna og segja engan hafa komið frá fyrirtækinu til að meta eignirnar áður en ákveðið var að hækka leiguna. Valgerður Kristjánsdóttir og Sigrún Dóra Jónsdóttir búa nokkrum húsum neðar í götunni. Báðar segja að boðuð hækkun á leiguverði þýði einfaldlega eitt. Þær og fjölskyldur þeirra þurfa að flytja. „Hér eru frábærir leikskólar, við erum gríðarlega heppin með nágranna og höfum eignast gott vinafólk hér,“ segir Sigrún. „Okkur líður vel hérna,“ segir Valgerður. „Okkur langar ekki að fara úr þessari íbúð. Þetta er heimilið mitt og þetta er ömurleg staða.“ Í samtali við Vísi segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, að þessi hækkun sé ekki í neinu samræmi við íbúðaverð í bænum, sem þó fer hækkandi. Engu að síður mun bærinn ekki hlutast til um málið. Leigjendur hafa leitað til Neytendasamtakanna og bíða nú eftir nýju bréfi frá Tjarnarverki. Ekki náðist í neinn hjá Tjarnarverki í dag vegna málsins en ráðgjafi hjá fyrirtækinu sagði við Vísi í gær að verið væri að gefa íbúum kost á meira öryggi með því að bjóða eins árs samning frá og með morgundeginum. Hugnist þeim ekki leiguverðið hafi þeir tíma til að finna sér annað húsnæði. Valgerður segir vonleysi og hræðslu gæta meðal íbúanna. „Þetta var svo svívirðilegt. Hvernig þeir geta leyft sér að skella þessu svona fram. Og skýla sér svo á bakvið eitthvað bull. Þó við búum á Suðurnesjunum þá eru ekkert bara bjánar sem búa hérna. Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er.“
Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent