Getnaðarlimur hjólreiðamanns getur lamast eftir langan hjólatúr Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. júlí 2015 22:36 Hjólreiðakeppnir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár. Vísir Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Vel þekkt er í löngum hjólreiðaferðum að karlmenn missi tilfinninguna í getnaðarlim og í svæðinu við nárann. Þetta var rætt í Reykjavík síðdegis í dag. „Ef það er mikið álag á einhvern líkamspart þá getur það haft einhverjar afleiðingar í för með sér,“ sagði Guðmundur Geirsson, þvagfæraskurðlæknir, aðspurður um þetta vandamál. „Þarna getur orðið einhver þrýstingur í klofinu á taugar þarna niðri. Þetta er þekkt. Sérstaklega í einhverjum extreme tilfellum, þegar menn eru að hjóla marga tugi eða hundrað kílómetra í einu.“ Hjólreiðar hafa notið aukinna vinsælda hér á landi upp á síðkastið. Til að mynda jukust skráningar í WOW Cyclothon til mun á þessu ári en 1200 skráðu sig í ár miðað við 500 í fyrra. En engin ástæða er til þess að leggja hjólið á hilluna þar sem hægt er að varast að þetta gerist segir læknirinn. „Já já, í fyrsta lagi að hvíla sig, vera ekki of lengi í einu. Síðan að vera í góðum buxum með góðum bólstra. Það er svosem helst þetta. Maður hefur heyrt að það séu til einhverjir sérstakir hnakkar þar sem er minni þrýsingur á þetta viðkvæma svæði.“ Hefðbundnir hnakkar eru oft mjóir og harðir en í þættinum er talað um að sniðugt sé að hjóla á hnökkum sem eru öðruvísi í laginu og mýkri en venjulegir – til að mynda gelhnakkar.En getur máttleysi í lim og nárasvæði orðið varanlegt? „Nei nei, það mjög ólíklegt. Gengur yfirleitt alltaf til baka á ekki alltof löngum tíma. En þetta kemur nú ekki oft á okkar borð, okkar þvagfæraskurðlækna svona vandamál eftir hjólreiðar. En það má segja að hjólreiðar hafi aukist hér á landi. Þetta er meira vandamál erlendis. En kannski eigum við eftir að sjá aukningu á þessu, hver veit.“ Þrýstingur á taugarnar veldur tímabundinni lömun segir Guðmundur enda eru taugar karlmanna nálægt yfirborði húðarinnar. Guðmundur segist aldrei hafa heyrt um sambærilegt vandamál hjá konum. Nánar má heyra fjallað um málið í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira