Einar Bárðarson um The Charlies: "Ég dáist bara að þeim“ Bjarki Ármannsson skrifar 18. janúar 2015 13:39 „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að "meika það“ er bara bónus.“ Vísir/Charlies/GVA „Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“ Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Það var mikið gaman að vinna með þeim. Þær eru ofboðslega duglegar og náttúrulega hæfileikaríkar. Þær hafa þurft að fórna miklu, verið lengi í burtu frá fjölskyldu og vinum, sem tekur á. Þannig að ég dáist bara að þeim.“Þetta hefur Einar Bárðarson að segja um slit hljómsveitarinnar The Charlies, sem greint var frá í gær. Einar setti saman stúlknasveitina Nylon, sem síðar varð Charlies, eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þar voru þær Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir hlutskarpastar en þær hafa búið í Los Angeles síðustu fimm ár og gefið út lög á ensku. „Þegar fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvað þær séu að gera og hvað þær ætli nú að vera lengi að atast í þessu, þá segi ég alltaf: Um leið og fólk hættir við og kemur heim, þá er þetta náttúrulega búið,“ segir Einar í samtali við Vísi.„Við erum með svo mikið gullfiskaminni“ Einar hefur ekki verið viðloðandi sveitina síðustu ár en hefur þó verið í sambandi við stúlkurnar öðru hverju. Hann segist hafa vitað það um nokkurt skeið að til stæði að leggja The Charlies niður. „Þær komu og hittu mig um jólin og sögðu mér frá þessu,“ segir Einar. Þær eru svo almennilegar að láta mann alltaf vita þegar það er eitthvað stórt í vændum.“ Hljómsveitin var í uppáhaldi hjá mörgum en var ekki laus við sinn skerf af gagnrýni. Voru margir tilbúnir að afskrifa það strax að þeim tækist að „meika það“ í Bandaríkjunum. Einar skrifar færslu í Facebook-vegg sinn í gær og segist þar hafa séð nokkra „ósmekklega statusa“ um það að The Charlies sé hætt. „Einn daginn eru allir brjálaðir yfir því hvað við erum fordómafull, svo næsta dag eru allir dottnir í fordómana,“ segir Einar og hlær. „Við erum með svo mikið gullfiskaminni. En nei, það voru svona einhver kaldhæðniskomment frá einhverjum snillingum sem kannski hafa aldrei mikið lagt á sig sjálfir.“Hljómsveitin Nylon, um það bil árið 2004.Hann segist ekki kippa sér mikið upp við þau, enda séu sjaldnast allir á einni skoðun þegar kemur að tónlist eða annarri listsköpun. „Meira að segja Bítlarnir voru ekki allra,“ segir hann. „Það er allt í lagi að hafa skoðanir og finnast eitthvað skemmtilegt eða leiðinlegt en málfrelsinu fylgir ábyrgð, er það ekki?“ Þær Alma og Klara ætla að halda áfram á tónlistarsviðinu en Steinunn ætlar hefur áhuga á að koma íslenskri tónlist á framfæri ytra, að því er fram kemur í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Einar hefur ekki trú á öðru en að þær spjari sig í öllu sem þær taki sér fyrir hendur. „Ég held að draumurinn sé náttúrulega bara að fá að gera þetta, að „meika það“ er bara bónus.“
Tengdar fréttir The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43 Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
The Charlies hætt Stúlknabandið The Charlies er hætt en stelpurnar munu áfram reyna fyrir sér í LA. 17. janúar 2015 11:43