Ekki útilokað að banvænar súperman-töflur séu í umferð á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2015 19:00 Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki útilokað að banvænt efni í e-töflum, sem hefur dregið að minnsta kosti sex ungmenni í Evrópu til dauða á síðustu vikum, sé í umferð á Íslandi. Lyfjastofnun varaði í vikunni við PMMA, lífshættulegu efni í e-töflum sem hefur verið að ryðja sér rúms meðal vímuefnaneytanda í Evrópu. PMMA er náskylt MDMA, betur þekkt sem e-pilla, alsæla eða mollý, sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal íslenskra ungmenna undanfarið, en er mun hættulegra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi fyrir helgi frá því að Europol hefði gefið út viðvörun vegna aukinnar dreifingar á vímuefninu síðustu vikur. Engin leið er fyrir þá sem nota slíkar pillur að vita hvort um ræði MDMA pillu eða pillu með PMMA. „Lyfjastofnanir á Norðurlöndunum hafa gefið út viðbörun um þetta efni. Það hafa verið rakin allavega sex dauðsföll til þess á síðustu vikum, í Englandi, Skotlandi og Svíþjóð,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH. Eiturlyfið er yfirleitt í formi taflna, sem oft stimplaðar með súperman-merkinu. Það er þó ekki einhlýtt. Vitað er til þess að töflur með súperman-merkinu séu í umferð á Íslandi, en Aldís segir lögreglan hafi síðast lagt hald slíkar töflur í ágúst í fyrra. „Það voru örfáar töflur haldlagðar árið 2014 með þessu súpermanútliti. Við höfum ekki ástæðu til að halda að þær hafi innihaldið PMMA, en vitum að þær innihéldu nokkuð mikið magn MDMA. Við ætlum samt sem áður að ganga úr skugga um það. Þessi dauðsföll voru í kringum hátíðarnar, og það hafa ekki komið nein slík tilfelli á Íslandi, en við getum ekki útilokað að þetta sé komið til landsins, “ segir Aldís. Hætta PMMA taflna felst meðal annars í því að vímuáhrifin koma seint og þess vegna eru líkur á því að neytandinn haldi að taflan hafi verið veik og leiðist þá til að taka aðra töflu til viðbótar. Þannig aukast líkur á ofskömmtun, en ungmenni eru þar í sérstökum áhættuhópi. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki útilokað að banvænt efni í e-töflum, sem hefur dregið að minnsta kosti sex ungmenni í Evrópu til dauða á síðustu vikum, sé í umferð á Íslandi. Lyfjastofnun varaði í vikunni við PMMA, lífshættulegu efni í e-töflum sem hefur verið að ryðja sér rúms meðal vímuefnaneytanda í Evrópu. PMMA er náskylt MDMA, betur þekkt sem e-pilla, alsæla eða mollý, sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal íslenskra ungmenna undanfarið, en er mun hættulegra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi fyrir helgi frá því að Europol hefði gefið út viðvörun vegna aukinnar dreifingar á vímuefninu síðustu vikur. Engin leið er fyrir þá sem nota slíkar pillur að vita hvort um ræði MDMA pillu eða pillu með PMMA. „Lyfjastofnanir á Norðurlöndunum hafa gefið út viðbörun um þetta efni. Það hafa verið rakin allavega sex dauðsföll til þess á síðustu vikum, í Englandi, Skotlandi og Svíþjóð,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH. Eiturlyfið er yfirleitt í formi taflna, sem oft stimplaðar með súperman-merkinu. Það er þó ekki einhlýtt. Vitað er til þess að töflur með súperman-merkinu séu í umferð á Íslandi, en Aldís segir lögreglan hafi síðast lagt hald slíkar töflur í ágúst í fyrra. „Það voru örfáar töflur haldlagðar árið 2014 með þessu súpermanútliti. Við höfum ekki ástæðu til að halda að þær hafi innihaldið PMMA, en vitum að þær innihéldu nokkuð mikið magn MDMA. Við ætlum samt sem áður að ganga úr skugga um það. Þessi dauðsföll voru í kringum hátíðarnar, og það hafa ekki komið nein slík tilfelli á Íslandi, en við getum ekki útilokað að þetta sé komið til landsins, “ segir Aldís. Hætta PMMA taflna felst meðal annars í því að vímuáhrifin koma seint og þess vegna eru líkur á því að neytandinn haldi að taflan hafi verið veik og leiðist þá til að taka aðra töflu til viðbótar. Þannig aukast líkur á ofskömmtun, en ungmenni eru þar í sérstökum áhættuhópi.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira