Ekki útilokað að banvænar súperman-töflur séu í umferð á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. janúar 2015 19:00 Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki útilokað að banvænt efni í e-töflum, sem hefur dregið að minnsta kosti sex ungmenni í Evrópu til dauða á síðustu vikum, sé í umferð á Íslandi. Lyfjastofnun varaði í vikunni við PMMA, lífshættulegu efni í e-töflum sem hefur verið að ryðja sér rúms meðal vímuefnaneytanda í Evrópu. PMMA er náskylt MDMA, betur þekkt sem e-pilla, alsæla eða mollý, sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal íslenskra ungmenna undanfarið, en er mun hættulegra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi fyrir helgi frá því að Europol hefði gefið út viðvörun vegna aukinnar dreifingar á vímuefninu síðustu vikur. Engin leið er fyrir þá sem nota slíkar pillur að vita hvort um ræði MDMA pillu eða pillu með PMMA. „Lyfjastofnanir á Norðurlöndunum hafa gefið út viðbörun um þetta efni. Það hafa verið rakin allavega sex dauðsföll til þess á síðustu vikum, í Englandi, Skotlandi og Svíþjóð,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH. Eiturlyfið er yfirleitt í formi taflna, sem oft stimplaðar með súperman-merkinu. Það er þó ekki einhlýtt. Vitað er til þess að töflur með súperman-merkinu séu í umferð á Íslandi, en Aldís segir lögreglan hafi síðast lagt hald slíkar töflur í ágúst í fyrra. „Það voru örfáar töflur haldlagðar árið 2014 með þessu súpermanútliti. Við höfum ekki ástæðu til að halda að þær hafi innihaldið PMMA, en vitum að þær innihéldu nokkuð mikið magn MDMA. Við ætlum samt sem áður að ganga úr skugga um það. Þessi dauðsföll voru í kringum hátíðarnar, og það hafa ekki komið nein slík tilfelli á Íslandi, en við getum ekki útilokað að þetta sé komið til landsins, “ segir Aldís. Hætta PMMA taflna felst meðal annars í því að vímuáhrifin koma seint og þess vegna eru líkur á því að neytandinn haldi að taflan hafi verið veik og leiðist þá til að taka aðra töflu til viðbótar. Þannig aukast líkur á ofskömmtun, en ungmenni eru þar í sérstökum áhættuhópi. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir ekki útilokað að banvænt efni í e-töflum, sem hefur dregið að minnsta kosti sex ungmenni í Evrópu til dauða á síðustu vikum, sé í umferð á Íslandi. Lyfjastofnun varaði í vikunni við PMMA, lífshættulegu efni í e-töflum sem hefur verið að ryðja sér rúms meðal vímuefnaneytanda í Evrópu. PMMA er náskylt MDMA, betur þekkt sem e-pilla, alsæla eða mollý, sem hefur notið nokkurra vinsælda meðal íslenskra ungmenna undanfarið, en er mun hættulegra. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi fyrir helgi frá því að Europol hefði gefið út viðvörun vegna aukinnar dreifingar á vímuefninu síðustu vikur. Engin leið er fyrir þá sem nota slíkar pillur að vita hvort um ræði MDMA pillu eða pillu með PMMA. „Lyfjastofnanir á Norðurlöndunum hafa gefið út viðbörun um þetta efni. Það hafa verið rakin allavega sex dauðsföll til þess á síðustu vikum, í Englandi, Skotlandi og Svíþjóð,“ segir Aldís Hilmarsdóttir, yfirmaður fíkniefnadeildar LRH. Eiturlyfið er yfirleitt í formi taflna, sem oft stimplaðar með súperman-merkinu. Það er þó ekki einhlýtt. Vitað er til þess að töflur með súperman-merkinu séu í umferð á Íslandi, en Aldís segir lögreglan hafi síðast lagt hald slíkar töflur í ágúst í fyrra. „Það voru örfáar töflur haldlagðar árið 2014 með þessu súpermanútliti. Við höfum ekki ástæðu til að halda að þær hafi innihaldið PMMA, en vitum að þær innihéldu nokkuð mikið magn MDMA. Við ætlum samt sem áður að ganga úr skugga um það. Þessi dauðsföll voru í kringum hátíðarnar, og það hafa ekki komið nein slík tilfelli á Íslandi, en við getum ekki útilokað að þetta sé komið til landsins, “ segir Aldís. Hætta PMMA taflna felst meðal annars í því að vímuáhrifin koma seint og þess vegna eru líkur á því að neytandinn haldi að taflan hafi verið veik og leiðist þá til að taka aðra töflu til viðbótar. Þannig aukast líkur á ofskömmtun, en ungmenni eru þar í sérstökum áhættuhópi.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira