Harry Kane var í dag verðlaunaður sem besti leikmaður febrúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, var útnefndur besti stjórinn.
Þetta er annar mánuðurinn í röð sem Kane er kjörinn bestur en hann er aðeins annar leikmaðurinn í sögunni sem vinnur verðlaunin tvo mánuði í röð.
Hann er því kominn í hóp góðra manna, en hinir þrír sem hafa verið útnefndir leikmaður mánaðarins tvisvar í röð eru Robbie Fowler, Dennis Bergkamp og Ronaldo.
Kane byrjaði mánuðinn með stæl og skoraði bæði mörk Tottenham í 2-1 sigri á Arsenal á White Hart Lane. Hann spilaði tvo leiki til viðbótar; gegn Liverpool og West Ham, og skoraði í þeim báðum.
Tony Pulis átti góðan febrúarmánuð með WBA-liðið sem tapaði ekki leik í febrúar. Undir hans stjórn gerði liðið jafntefli á útivelli gegn Burnley og Sunderland auk þess sem það vann Swansea og Southampton á heimavelli.
Harry Kane í hóp með Fowler, Bergkamp og Ronaldo
Tómas Þór Þórðarson skrifar
