Yfirkennari Verzló setur 12:00 stólinn fyrir dyrnar Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2015 15:55 Boðaðar hafa verið aðgerðir gegn hópnum sem heitir 12:00 en hann er talinn koma óorði á skólann. Skólayfirvöld telja hópurinn sem gengur undir nafninu 12:00 innan Verzlunarskóla Íslands koma óorði á skólann. Þetta er hópur sem fengist hefur við gerð skemmtiefnis undir hatti skólans og nemendafélagsins, sem svo hefur verið aðgengilegt á netinu. Hefð hefur verið fyrir þessari starfsemi innan skólans, en starfið í vetur hefur augljóslega farið algerlega úr böndum. Þorkell Diego, yfirkennari Verzlunarskóla Íslands hefur sent nemendum harðort bréf vegna framgöngu hóps innan skólans sem gengur undir nafninu 12:00 (tólf núll núll). Hann segir að sér þyki leitt að þurfa að tilkynna að misknotkun nokkurra núverandi og fyrrverandi nemenda á því nafni hafi orðið þess að endurskoða þarf hvort nefnd með þessu nafni geti framvegis starfað innan skólans. „Verði það niðurstaðan hafa þeir orðið þess valdandi að arfleifð tuga nemenda sem hafa lagt stund á þáttagerð 12:00 undir merkjum NFVÍ og Verzló rofnar,“ segir í harðorðu bréfi yfirkennarans til nemenda. Lesendum til glöggvunar fylgja fréttinni myndbönd sem 12:00 hafa sent frá sér í vetur og má sjá að mikið er í þau lagt.Farið með einbeittum vilja gegn reglum skólans og gildumÞorkell Diego fer yfir það í bréfi sínu að 12:00 hafi í gegnum tíðina notið vinsælda langt út fyrir veggi skólans og höfðað til mjög breiðs aldurshóps. Fyrir vikið hafi meðlimir 12:00 þurft að bera ríkari ábyrgð á því efni sem frá þeim hefur komið „enda fer það í opinbera birtingu og þá er stutt í dómstól götunnar á samfélagsmiðlum. Auknum vinsældum fylgir ábyrgð og um það hefur ríkt sátt og skilningur milli skólans og nemendafélagsins,“ segir Þorkell. Og svo enn sé vitnað beint í bréf yfirkennarans: „Það má ljóst vera að viðkomandi aðilar fara með einbeittum vilja gegn gildum skólans og brjóta m.a. þær reglur sem hér gilda um meðferð áfengis og tóbaks sem fer í dreifingu í nafni skólans. Það er sorglegt þegar nokkrir aðilar taka einhliða ákvörðun að nýta sér með svo freklegum hætti það orðspor sem aðrir hafa byggt upp í kringum 12:00. Við þekkjum ýmis dæmi þess að nemendur sem ekki eru lengur í skólanum (yfirleitt útskrifaðir) haldi þáttagerð áfram en þá er það undantekningarlaust gert undir nýjum formerkjum af virðingu við nemendafélagið og tengsl þess við vörumerkið 12:00 (tólf núll núll).“Sakaðir um að stela auglýsingatekjumVísir hefur heimildir fyrir því að margir nemendur innan skólans séu verulega ósáttir við framgöngu þess hóps sem starfar undir þessum merkjum og hugsar honum þegjandi þörfina. Í fréttum hefur meðal annars verið greint frá drykkju nemenda og prófsvindls. Þetta er talið varpa skugga á hið góða starf sem fer að öðru leyti fram, á vegum nemenda. Í bréfi sem Vísi hefur borist er vísað til þessa og fullyrt að þetta séu einmitt sömu einstaklingarnir. „Þetta leiddi til þess að þeir voru reknir úr skólanum,“ segir bréfritari.Uppfært klukkan 22:00: Í bréfinu er fullyrt að viðkomandi piltar séu bitrir og þeir hafi ákveðið að virða ekki áminningar. Í bréfinu koma fram ásakanir um að þeir hafi gerst sekir um auglýsingasöfnun í nafni nemendafélagsins án heimildar, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Skólayfirvöld telja hópurinn sem gengur undir nafninu 12:00 innan Verzlunarskóla Íslands koma óorði á skólann. Þetta er hópur sem fengist hefur við gerð skemmtiefnis undir hatti skólans og nemendafélagsins, sem svo hefur verið aðgengilegt á netinu. Hefð hefur verið fyrir þessari starfsemi innan skólans, en starfið í vetur hefur augljóslega farið algerlega úr böndum. Þorkell Diego, yfirkennari Verzlunarskóla Íslands hefur sent nemendum harðort bréf vegna framgöngu hóps innan skólans sem gengur undir nafninu 12:00 (tólf núll núll). Hann segir að sér þyki leitt að þurfa að tilkynna að misknotkun nokkurra núverandi og fyrrverandi nemenda á því nafni hafi orðið þess að endurskoða þarf hvort nefnd með þessu nafni geti framvegis starfað innan skólans. „Verði það niðurstaðan hafa þeir orðið þess valdandi að arfleifð tuga nemenda sem hafa lagt stund á þáttagerð 12:00 undir merkjum NFVÍ og Verzló rofnar,“ segir í harðorðu bréfi yfirkennarans til nemenda. Lesendum til glöggvunar fylgja fréttinni myndbönd sem 12:00 hafa sent frá sér í vetur og má sjá að mikið er í þau lagt.Farið með einbeittum vilja gegn reglum skólans og gildumÞorkell Diego fer yfir það í bréfi sínu að 12:00 hafi í gegnum tíðina notið vinsælda langt út fyrir veggi skólans og höfðað til mjög breiðs aldurshóps. Fyrir vikið hafi meðlimir 12:00 þurft að bera ríkari ábyrgð á því efni sem frá þeim hefur komið „enda fer það í opinbera birtingu og þá er stutt í dómstól götunnar á samfélagsmiðlum. Auknum vinsældum fylgir ábyrgð og um það hefur ríkt sátt og skilningur milli skólans og nemendafélagsins,“ segir Þorkell. Og svo enn sé vitnað beint í bréf yfirkennarans: „Það má ljóst vera að viðkomandi aðilar fara með einbeittum vilja gegn gildum skólans og brjóta m.a. þær reglur sem hér gilda um meðferð áfengis og tóbaks sem fer í dreifingu í nafni skólans. Það er sorglegt þegar nokkrir aðilar taka einhliða ákvörðun að nýta sér með svo freklegum hætti það orðspor sem aðrir hafa byggt upp í kringum 12:00. Við þekkjum ýmis dæmi þess að nemendur sem ekki eru lengur í skólanum (yfirleitt útskrifaðir) haldi þáttagerð áfram en þá er það undantekningarlaust gert undir nýjum formerkjum af virðingu við nemendafélagið og tengsl þess við vörumerkið 12:00 (tólf núll núll).“Sakaðir um að stela auglýsingatekjumVísir hefur heimildir fyrir því að margir nemendur innan skólans séu verulega ósáttir við framgöngu þess hóps sem starfar undir þessum merkjum og hugsar honum þegjandi þörfina. Í fréttum hefur meðal annars verið greint frá drykkju nemenda og prófsvindls. Þetta er talið varpa skugga á hið góða starf sem fer að öðru leyti fram, á vegum nemenda. Í bréfi sem Vísi hefur borist er vísað til þessa og fullyrt að þetta séu einmitt sömu einstaklingarnir. „Þetta leiddi til þess að þeir voru reknir úr skólanum,“ segir bréfritari.Uppfært klukkan 22:00: Í bréfinu er fullyrt að viðkomandi piltar séu bitrir og þeir hafi ákveðið að virða ekki áminningar. Í bréfinu koma fram ásakanir um að þeir hafi gerst sekir um auglýsingasöfnun í nafni nemendafélagsins án heimildar, en Vísir hefur ekki fengið það staðfest.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira