Enski boltinn

Van Gaal: Ég gerði ekkert rangt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal sættir sig ekki við kæruna.
Louis van Gaal sættir sig ekki við kæruna. vísir/getty
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sættir sig ekki við ákæru enska knattspyrnusambandsins og ætlar að mótmæla henni.

Van Gaal var ákærður fyrir ummæli sín eftir fyrri leikinn gegn D-deildarliði Cambridge í bikarnum, en eftir hann sagði Hollendingurinn:

„Allt í kringum leikinn var á móti okkur: Völlurinn, dómarinn og stuðningsmennirnir.“

Aðspurður á blaðamannafundi í dag hvort hann myndi berjast gegn ákærunni sagði Van Gaal: „Auðvitað mun ég gera það. Ég gerði ekkert rangt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×