Píratar vilja afnema bann við guðlasti Heimir Már Pétursson skrifar 9. janúar 2015 10:40 Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum sem bannar guðlast. Bannið sæmi ekki lýðræðisríki. vísir/daníel Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson. Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um afnám ákvæðis í hegningarlögum um guðlast. Þingflokksformaður Pírata segir atburðina í París hafa ýtt á eftir málinu en Íslendingar þurfi líka að gera frekari bragarbót á lögum um tjáningarfrelsi. Í 125. grein hegningarlaga segir: "Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum. Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara." Í greinargerð með frumvarpi þingflokks Pírata um afnám þessarar lagagreinar í hegningarlögum segir að tjáningarfrelsið sé einn af mikilvægustu hornsteinum lýðræðis og frelsis. Það sé grundvallaratriði í frjálsu samfélagi að almenningur geti tjáð sig án ótta við refsingar af nokkru tagi, hvort heldur sem er af völdum yfirvalda eða annarra. Helgi Hrafn Gunnarsson þingflokksformaður Pírata segir það ekki sæma vestrænu lýðræðisríki að það sé til dæmis bannað að gera grín að trúarbrögðum. „Það er bara ekki við hæfi og reyndar hefur Ísland verið gagnrýnt talsvert af erlendum stofnunum eins og ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu) fyrir að vera ekki með sín tjáningarfrelsismál á hreinu. Þá kannski fyrst og fremst vegna þess að það liggja fangelsisrefsingar við ýmsum svona brotum,“ segir Helgi Hrafn. Í greinargerð með frumvarpinu segir einnig að ráðamenn Íslands geti ekki fordæmt beitingu sambærilegra lagagreina í ófrjálsari löndum meðan þær sé einnig að finna í refsilöggjöf hérlendis. Helgi Hrafn segir atburðina í París hafa ýtt á eftir þingflokknum að leggja frumvarpið fram. Píratar bjóði öllum sem vilji að vera meðflutningsmenn að frumvarpinu og nú þegar hafi þingmenn annarra flokka sýnt því áhuga. „Þegar svona atburðir eiga sér stað þá er það hrein árás á tjáningarfrelsið,“ segir Helgi Hrafn. Persónulega sé hann ekki hlyntur þeirri aðferð að gera grín að spámanninum til að ögra múslimum. Það sé ekki góð leið til að sýna fram á mátt tjáningarfrelsins. Hins vegar sé það góð leið til að sýna að tjáningarfrelsið sé gildi sem lýðræðisríkin ætli ekki að gefa upp á bátinn. „Þá tel ég mikilvægt að afleiðingarnar af svona hörmungum , eins og þeim sem áttu sér stað, að þær séu algerlega skýrar í þá átt að vernda tjáningarfrelsið og helst efla það. Það eru bestu skilaboðin sem við getum sýnt,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson.
Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Sjá meira