Löggan sækir um störf flugliða Guðrún Ansnes skrifar 2. nóvember 2015 07:00 „Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
„Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira