„Var skíthrædd á vellinum“ Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2015 00:54 Anna Lára Sigurðardóttir Vísir/Aðsent Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma. Hryðjuverk í París Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Anna Lára Sigurðardóttir var stödd ásamt kærasta sínum á leik Frakklands og Þýskalands á þjóðarleikvangi Frakka, Stade De France, þegar hörmungarnar dundu yfir París. Sprengingar heyrðust í námunda við knattspyrnuvöllinn og fóru þær ekki framhjá áhorfendum. „Þetta voru mjög öflugar sprengingar og okkur leið ekki vel þegar sú fyrri sprakk. En fólk fór að fagna í kringum okkur og þá héldum við að þetta væri bara einvhers konar frönsk hefð. Síðan heyrum við aðra sprengingu og þá var ég eiginlega viss um að þetta væri bara eitthvað sem þeir gerðu í kringum knattspyrnuleiki,“ segir Anna Lára en stuttu seinna hafi síðan fréttirnar borist. „Tengdafaðir minn hringir í okkur þegar við erum á leiknum og segir okkur að það sé eitthvað mikið að gerast í borginni. Þegar við förum svo inn á íslensku fréttasíðurnar sjáum við hvað er í gangi. Svo sjáum við einnig að fleiri í kringum okkur eru að fá þessi skilaboð um að eitthvað sé í gangi,“ segir Anna Lára. Þau þurftu að bíða á veillinum í rúmar fjörutíu mínútur eftir að fá að fara af leikvanginum. Sú bið var erfið að þeirra sögn og hræðslan nokkuð mikil. „Svo fáum við tækifæri á að komast frá leikvanginum og niður í neðanjarðarlestarkerfið til að komast upp á hótel. Ég var alveg skíthrædd að fara af vellinum og niður í neðanjarðarlestina. Maður var öllu rólegri í lestinni en svo hljóp maður bara frá henni og upp á hótel þar sem við erum nú í sjötta hverfinu í París," segir Anna Lára. Anna Lára lýsir því að mikla skelfingu hafi mátt sjá á fólki bæði á leikvangnum og svo á leið að hótelinu. Þó hafi fólk reynt að ræða saman í lestinni en flestir með hugann við að komast heilir heim. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í París, útgöngubann hefur verið sett á í fyrsta skipti frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar og öll sjúkrahús borgarinnar vinna samkvæmt neyðarskipulagi. Vitað er að á annað hundrað óbreyttir borgarar voru myrtir í þessum aðgerðum, sem að öllum líkindum voru þaulskipulögð. Hryðjuverkin áttu sér stað á sjö mismunandi stöðum í borginni á sama tíma.
Hryðjuverk í París Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira