Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 15:04 555 nemendur sóttu um í Verzló í fyrsta vali en 280 pláss eru í boði. Visir/Vilhelm Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira