Stór hluti þeirra sem sóttu um í Verzló mun ekki fá inngöngu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2015 15:04 555 nemendur sóttu um í Verzló í fyrsta vali en 280 pláss eru í boði. Visir/Vilhelm Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist. Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Svo gæti farið að nemendur með mjög háar einkunnir komist ekki inn í draumaframhaldsskólann sinn í haust vegna plássleysis. Þannig sóttu um tvisvar sinnum fleiri útskrifaðir 10. bekkingar um nám við Verzlunarskóla Íslands en skólinn getur tekið á móti. Verzló virðist langvinsælasti menntaskólinn um þessar mundir miðað við fjölda umsækjenda. Frestur til að sækja um í framhaldsskóla rann út á miðnætti í gær. Kvennaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Verzlunarskóli Íslands eru vinsælustu skólar landsins ef miðað er við þann fjölda sem sótti um. Skólarnir fjórir búa allir við þann vanda að geta ekki tekið við öllum sem sóttu um. 555 nemendur settu Verzló í 1. sæti í vali sínu en nemendur velja tvo skóla, svokallað fyrsta og annað val. 280 laus pláss eru í skólanum þannig að helmingur þeirra sem sóttu um þurfa frá að hverfa. Þá settu 140 Verzló í annað sætið.Fjöldi umsækjenda í fyrsta og öðru vali í skólunum fjórum ásamt þeim plássum sem eru í boði.Kristrún Birgisdóttir hjá Námsmatsstofnun segir í samtali við Vísi að fjöldinn sem sæki um skólavist í ár sé sambærilegur því sem var í fyrra. Hins vegar dreifist enn fleiri nemendur á fyrrnefnda fjóra skóla. Samkeppnin er meiri sem verður til þess að krafan um hærri einkunnir, sem flestir skólanna miða við þegar ákveðið er hvaða nemendur fá inngöngu, verður meiri. „Það gætu verið nemendur með mjög háar einkunnir sem komast ekki í sitt fyrsta val,“ segir Kristrún. Um 87% nemenda komust inn í þann skóla sem þeir settu í 1. val í fyrra og um 99% nemenda komust inn í annan af skólunum tveimur. 40 nemendur þurftu að leita í aðra skóla.Frá busavígslu í MR.Vísir/GVASkólarnir vinna úr umsóknunum þannig að þeir raða upp nemendum sem sóttu um, flestir miðað við einkunnir, óháð fyrsta eða öðru vali. Þeir fá skólavist nema í þeim tilfellum sem um annað val er að ræða hjá viðkomandi nemenda sem kemst inn í annan skóla, hans fyrsta val. Þá eru teknir inn næstu nemendur á listanum. Reiknað er með því að nemendur fái að vita örlög sín í síðasta lagi þann 25. júní. Að neðan má líta upplýsingar frá Námsmatssfonun um hvernig það fer fram:1. Þegar allir verða komnir með skólavist (í síðasta lagi 25. júní, fyrr ef allt gengur vel, þá opnar fyrir á menntagatt.is og þá geta nemendur notað veflykilinn sinn til að sjá í hvaða skóla þeir fengu inngöngu2. Einhverjir skólar senda umsækjendum sínum bréf í pósti, aðrir í tölvupósti3. Allir fá greiðsluseðil í heimabanka (misjafnt hvort sá seðill er sendur á forráðamenn eða nemandann sjálfan) Námsmatsstofnun sér um að útvega þeim sem ekki fá inni í þeim skólum sem þeir sóttu um í skólavist.
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira