Neymar heldur fram sakleysi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 15:00 Neymar fylgdist með úr stúkunni er Brasilía vann Venesúela. Vísir/Getty Brasilíumaðurinn Neymar heldur því enn fram að hann hafi ekkert rangt gert og átti ekki skilið að verða dæmdur í fjögurra leikja bann. Neymar fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 tapi Brasilíu gegn Kólumbíu í Suður-Ameríkukeppninni í síðustu viku fyrir að reyna að skalla Jeison Murillo og veitast að dómara leiksins, Enrique Osses, með fúkyrðaflaum. Hann var í fyrstu dæmdur í eins leiks bann en á föstudag ákvað knattspyrnusamband Suður-Ameríku að úrskurða hann í fjögurra leikja bann. Neymar ákvað þá að yfirgefa herbúðir brasilíska landsliðsins og halda heim á leið. Neymar hefur nú tjáð sig um málið í viðtölum við fjölmiðla í Brasilíu og heldur hann fram sakleysi sínu. „Það gerðist ekkert á leið aftur til búningsklefanna, í raun. Ég beið þar eftir dómaranum til að spyrja hann um ástæður þess að hann rak mig út af,“ sagði Neymar. „Þá hópaðist fólk saman og öryggisverðir komu að mér því þeir héldu að ég vildi ráðast á dómarann,“ bætti hann við. Neymar sagði að hann hafi ákveðið að fara frá Síle eftir að hafa ráðfært sig við föður sinn og forráðamenn brasilíska landsliðsins. „Það er líf í landsliðinu eftir Neymar. Leikmennirnir hafa sýnt að þeir geta unnið leiki og unnið Suður-Ameríkukeppnina,“ sagði hann. Fótbolti Tengdar fréttir Messi miður sín yfir banni Neymar Lionel Messi, hinn magnaði leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, er miður sín yfir fjögurra leikja banni sem, samherji hans hjá Barcelona, Neymar fékk á Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. 21. júní 2015 12:30 Brasilía tryggði sig áfram án Neymar Brasilía tryggði sig áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkubikarsins með 2-1 sigri á Venesúela í leik liðanna í kvöld, en mótið fer fram í Síle. 21. júní 2015 23:26 Neymar sá rautt og Brasilía tapaði Kólumbía vann sinn fyrsta sigur á Brasilíu í 24 ár í Suður-Ameríkukeppninni. 18. júní 2015 08:45 Asprilla: Neymar á heima í Hollywood Fyrrverandi framherji kólumbíska landsliðsins ekki ánægður með tilburði brasilísku stjörnunnar í gærkvöldi. 18. júní 2015 11:00 Neymar dæmdur í fjögurra leikja bann Neymar, fyrirliði brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann. Auk bannsins fékk Neymar 10.000 dollara sekt. 19. júní 2015 22:36 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar heldur því enn fram að hann hafi ekkert rangt gert og átti ekki skilið að verða dæmdur í fjögurra leikja bann. Neymar fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 tapi Brasilíu gegn Kólumbíu í Suður-Ameríkukeppninni í síðustu viku fyrir að reyna að skalla Jeison Murillo og veitast að dómara leiksins, Enrique Osses, með fúkyrðaflaum. Hann var í fyrstu dæmdur í eins leiks bann en á föstudag ákvað knattspyrnusamband Suður-Ameríku að úrskurða hann í fjögurra leikja bann. Neymar ákvað þá að yfirgefa herbúðir brasilíska landsliðsins og halda heim á leið. Neymar hefur nú tjáð sig um málið í viðtölum við fjölmiðla í Brasilíu og heldur hann fram sakleysi sínu. „Það gerðist ekkert á leið aftur til búningsklefanna, í raun. Ég beið þar eftir dómaranum til að spyrja hann um ástæður þess að hann rak mig út af,“ sagði Neymar. „Þá hópaðist fólk saman og öryggisverðir komu að mér því þeir héldu að ég vildi ráðast á dómarann,“ bætti hann við. Neymar sagði að hann hafi ákveðið að fara frá Síle eftir að hafa ráðfært sig við föður sinn og forráðamenn brasilíska landsliðsins. „Það er líf í landsliðinu eftir Neymar. Leikmennirnir hafa sýnt að þeir geta unnið leiki og unnið Suður-Ameríkukeppnina,“ sagði hann.
Fótbolti Tengdar fréttir Messi miður sín yfir banni Neymar Lionel Messi, hinn magnaði leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, er miður sín yfir fjögurra leikja banni sem, samherji hans hjá Barcelona, Neymar fékk á Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. 21. júní 2015 12:30 Brasilía tryggði sig áfram án Neymar Brasilía tryggði sig áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkubikarsins með 2-1 sigri á Venesúela í leik liðanna í kvöld, en mótið fer fram í Síle. 21. júní 2015 23:26 Neymar sá rautt og Brasilía tapaði Kólumbía vann sinn fyrsta sigur á Brasilíu í 24 ár í Suður-Ameríkukeppninni. 18. júní 2015 08:45 Asprilla: Neymar á heima í Hollywood Fyrrverandi framherji kólumbíska landsliðsins ekki ánægður með tilburði brasilísku stjörnunnar í gærkvöldi. 18. júní 2015 11:00 Neymar dæmdur í fjögurra leikja bann Neymar, fyrirliði brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann. Auk bannsins fékk Neymar 10.000 dollara sekt. 19. júní 2015 22:36 Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Messi miður sín yfir banni Neymar Lionel Messi, hinn magnaði leikmaður Barcelona og argentíska landsliðsins, er miður sín yfir fjögurra leikja banni sem, samherji hans hjá Barcelona, Neymar fékk á Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. 21. júní 2015 12:30
Brasilía tryggði sig áfram án Neymar Brasilía tryggði sig áfram í átta liða úrslit Suður-Ameríkubikarsins með 2-1 sigri á Venesúela í leik liðanna í kvöld, en mótið fer fram í Síle. 21. júní 2015 23:26
Neymar sá rautt og Brasilía tapaði Kólumbía vann sinn fyrsta sigur á Brasilíu í 24 ár í Suður-Ameríkukeppninni. 18. júní 2015 08:45
Asprilla: Neymar á heima í Hollywood Fyrrverandi framherji kólumbíska landsliðsins ekki ánægður með tilburði brasilísku stjörnunnar í gærkvöldi. 18. júní 2015 11:00
Neymar dæmdur í fjögurra leikja bann Neymar, fyrirliði brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann. Auk bannsins fékk Neymar 10.000 dollara sekt. 19. júní 2015 22:36