Auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Birgir Olgeirsson skrifar 23. júní 2015 20:37 Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/GVA Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Samtök sparifjáreigenda og lífeyrissjóðurinn Stapi auglýsa eftir þátttakendum í hópmálsókn gegn Björgólfi Thor Björgólfssyni með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á morgun. Það er Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður á Lögmannsstofunni Landslögum, sem rekur málið fyrir hönd þeirra. Þeir sem standa að málsókninni telja að rannsókn og gagnaöflun hafi leitt til þess að fram séu komin gögn sem gefi sterklega til kynna að Björgólfur Thor hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar fengu upplýsingar um umfangsmiklar og líklega ólögmætar lánveitingar tengdar Björgólfi. Og brotið gegn reglum um yfirtökuskyldu. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir Vilhjálm Bjarnason og félaga hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum.Sjá einnig: Vill fá fyrrverandi hluthafa með í hópmálssókn gegn Björgólfi ThorBjörgólfur Thor.Vísir/VilhelmTilkynninguna má lesa í heild hér fyrir neðan:Yfirlýsing frá Ragnhildi Sverrisdóttur, talsmanni Björgólfs Thors:Vilhjálmur Bjarnason og félagar hafa byggt ályktanir sínar um meintar blekkingar á þeirri staðreynd, að samstarfsmenn Björgólfs Thors áttu lítinn hlut í félagi, sem aftur átti hlut í Landsbankanum. Slíkt eignarhald var og er fullkomlega eðlilegt og allar upplýsingar um það lágu fyrir á hverjum tíma hjá Landsbankanum og Fjármálaeftirlitinu.Að sama skapi lágu fyrir tæmandi upplýsingar um skuldbindingar Björgólfs Thors gagnvart Landsbankanum. Umræddur eignarhlutur hefur ekkert með þær skuldbindingar að gera.Þá er rétt að benda á, að í skuldauppgjöri Björgólfs Thors fólst að hann gerði upp allar skuldir sínar við Landsbanka Íslands. Lán bankans til hans og fyrirtækja tengdum honum voru sannarlega mikil, en að sama skapi voru inneignir miklar og tryggingar öruggar, sem sést best á skuldauppgjörinu.Tæp fimm ár eru frá fyrstu fréttum um að Ólafur Kristinsson lögmaður ætlaði að efna til hópmálsóknar gegn Björgólfi Thor. Ári síðar sagðist hann hafa nokkur hundruð fyrrverandi hluthafa í Landsbankanum með sér í liði, hefði fengið stuðningsyfirlýsingu frá lífeyrissjóðum og fleiri sjóðir ætluðu að taka afstöðu þá um helgina, þ.e. í september 2011. Afstaða lífeyrissjóðanna er ljós. Þeir halda sig fjarri, að Stapa einum undanskildum.Vilhjálmur Bjarnason gekk til liðs við Ólaf árið 2012 og höfðaði vitnamál til að afla gagna. Ekkert kom fram í því máli, sem studdi við tilgátur þeirra um skaðabótaskyldu. Björgólfur Thor hefur ávallt verið þeirrar skoðunar að eðlilegra sé að reka dómsmál í réttarsal, en ekki í fjölmiðlum. Af hans hálfu verður málinu svarað ítarlega á þeim vettvangi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira