Bjóða sig fram til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 15:51 Margrét Marteinsdóttir og Brynhildur S. Björnsdóttir bjóða sig fram sem stjórnarformanns Bjartrar framtíðar á aukaársfundi flokksins á laugardaginn. Vísir/Vilhelm/Hörður Sveinsson Brynhildur S. Björnsdóttir og Margrét Marteinsdóttir hafa báðar skilað inn framboði til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar en aukaársfundur flokksins fer fram í Stúkuhúsinu á Akranesi næstkomandi laugardag frá klukkan 11-15. „Þetta verkefni sem snýst um að breyta pólitíkinni og koma henni á annað stig er eitthvað sem skiptir mig miklu máli,“ segir Brynhildur S. Björnsdóttir, aðspurð um hvers vegna hún bjóði sig fram í embættið. Brynhildur hefur setið í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar frá stofnun flokksins og er gjaldkeri hans. Hún hefur meðal annars rekið sitt eigið fyrirtæki, starfað við stjórnun og unnið mikið með frumkvöðlum, og langar meðal annars til að tengja pólitíkina betur við atvinnulífið. Brynhildur hefur nokkrum sinnum tekið sæti á þingi fyrir þingmennina Óttar Proppé og Róbert Marshall og hefur því öðlast ágæta innsýn inn í þingstörfin. „Starf stjórnarformanns snýr þó meira að innra starfi flokksins og baklandi hans. Mig langar til að sinna því og halda þeirri hugmyndafræði og þeim gildum sem við byggjum á á lofti innan Bjartrar framtíðar.“ En er mikil kosningabarátta á milli ykkar Margrétar? „Nei, ég held ég geti nú sagt að það sé bara engin kosningabarátta í gangi. Björt framtíð er kannski svolítið öðruvísi en aðrir flokkar að þessu leyti. Hér er bara kærleikur og umhyggja,“ segir Brynhildur.Gaman að tvær konur skuli bjóða sig fram Margrét Marteinsdóttir var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég býð mig fram vegna þess að þegar Besti flokkurinn, og síðar Björt framtíð, komu fram fann ég í fyrsta skipti einhverja tengingu við pólitík og að mig langaði að taka þátt. Það hefur ekkert breyst enda mjög góð tilfinning þegar maður finnur þessa tengingu,“ segir Margrét. Hún starfaði um árabil hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður en hefur nú söðlað um og starfar sem vert á kaffihúsinu Kaffi Vest. Margrét byrjaði að taka þátt í starfi Bjartrar framtíðar í mars í fyrra. „Þá var ég að aðstoða í kosningunum og kynntist persónulega því fólki sem starfar í Bjartri framtíð. Mig langar að kynnast því betur en starf stjórnarformannsins snýst meðal annars um að vera í góðu sambandi við fulltrúa flokksins um land allt.“ Er mikil kosningabarátta á milli ykkar Brynhildar? „Nei, það er það nú ekki. Mér finnst bara ofboðslega gaman að það séu tvær konur að bjóða sig fram sem stjórnarformann flokksins.“ Tengdar fréttir Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Brynhildur S. Björnsdóttir og Margrét Marteinsdóttir hafa báðar skilað inn framboði til stjórnarformanns Bjartrar framtíðar en aukaársfundur flokksins fer fram í Stúkuhúsinu á Akranesi næstkomandi laugardag frá klukkan 11-15. „Þetta verkefni sem snýst um að breyta pólitíkinni og koma henni á annað stig er eitthvað sem skiptir mig miklu máli,“ segir Brynhildur S. Björnsdóttir, aðspurð um hvers vegna hún bjóði sig fram í embættið. Brynhildur hefur setið í framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar frá stofnun flokksins og er gjaldkeri hans. Hún hefur meðal annars rekið sitt eigið fyrirtæki, starfað við stjórnun og unnið mikið með frumkvöðlum, og langar meðal annars til að tengja pólitíkina betur við atvinnulífið. Brynhildur hefur nokkrum sinnum tekið sæti á þingi fyrir þingmennina Óttar Proppé og Róbert Marshall og hefur því öðlast ágæta innsýn inn í þingstörfin. „Starf stjórnarformanns snýr þó meira að innra starfi flokksins og baklandi hans. Mig langar til að sinna því og halda þeirri hugmyndafræði og þeim gildum sem við byggjum á á lofti innan Bjartrar framtíðar.“ En er mikil kosningabarátta á milli ykkar Margrétar? „Nei, ég held ég geti nú sagt að það sé bara engin kosningabarátta í gangi. Björt framtíð er kannski svolítið öðruvísi en aðrir flokkar að þessu leyti. Hér er bara kærleikur og umhyggja,“ segir Brynhildur.Gaman að tvær konur skuli bjóða sig fram Margrét Marteinsdóttir var frambjóðandi Bjartrar framtíðar í borgarstjórnarkosningunum í vor. „Ég býð mig fram vegna þess að þegar Besti flokkurinn, og síðar Björt framtíð, komu fram fann ég í fyrsta skipti einhverja tengingu við pólitík og að mig langaði að taka þátt. Það hefur ekkert breyst enda mjög góð tilfinning þegar maður finnur þessa tengingu,“ segir Margrét. Hún starfaði um árabil hjá Ríkisútvarpinu sem fréttamaður en hefur nú söðlað um og starfar sem vert á kaffihúsinu Kaffi Vest. Margrét byrjaði að taka þátt í starfi Bjartrar framtíðar í mars í fyrra. „Þá var ég að aðstoða í kosningunum og kynntist persónulega því fólki sem starfar í Bjartri framtíð. Mig langar að kynnast því betur en starf stjórnarformannsins snýst meðal annars um að vera í góðu sambandi við fulltrúa flokksins um land allt.“ Er mikil kosningabarátta á milli ykkar Brynhildar? „Nei, það er það nú ekki. Mér finnst bara ofboðslega gaman að það séu tvær konur að bjóða sig fram sem stjórnarformann flokksins.“
Tengdar fréttir Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Heiða Kristín kveður stjórnmálin Heiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, hefur ákveðið láta af stjórnarformennsku í upphafi nýs árs og þar með hvíla dagleg afskipti af stjórnmálum. 15. desember 2014 15:11