Stefnir á að skella sér í Tyson-kjólinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2015 09:00 Hér má sjá Manuelu klædda í kjólinn fræga þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Ljósmyndasafn Reykjavíkur/HH Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr. Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira
Fathönnunarneminn og fegurðardrottningin fyrrverandi Manuela Ósk Harðardóttir stefnir á að klæðast rauða Versace-síðkjólnum sem hún fékk að gjöf frá hnefaleikakappanum Mike Tyson í Miss Universe-keppninni sem fram fer í Las Vegas í lok mánaðarins. Talsverða athygli vakti þegar Tyson gaf Manuelu kjólinn en hann hitti hún á förnum vegi í New York og klæddist kjólnum þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2002. Það eru því liðin rúm þrettán ár að sögn Manuelu síðan hún notaði kjólinn síðast en það kemur ekki að sök að sögn hennar og hann á enn vel við fínustu tilefni.„Hann er alveg það klassískur að hann er enn þá flottur.“ Kjóllinn er sjálfsagt mörgum í fersku minni, enda hlaut það töluverða umfjöllun þegar hún fékk hann að gjöf, en er hárauður að lit, klassískur í sniðinu, skreyttur í kringum hálsmálið með demantssteinum og runninn undan rifjum ítalska tískuhússins Versace. Manuela verður líkt og áður sagði viðstödd Miss Universe-keppnina og er þrælspennt en keppnin er nú haldin í sextugasta og fjórða sinn. „Ég er ótrúlega spennt fyrir þessu, þetta verður örugglega rosalega flott keppni. Það er bara leiðinlegt að það sé engin íslensk stelpa að fara að keppa sem ég get haldið með,“ segir hún glöð í bragði. Bandarískir vinir Manuelu buðu henni að koma og vera viðstödd keppnina en þeir starfa sem „pagent coaches“ og hafa meðal annars þjálfað fulltrúa frá Ungfrú Ameríku. „Þetta er svolítið skemmtilegt af því að þetta var eina stóra keppnin sem ég fór í á sínum tíma. Mér tókst aldrei að nota kjólinn þar,“ segir Manuela en hún stefndi á að klæðast kjólnum í Miss Universe árið 2002, en þurfti að draga sig úr keppni vegna veikinda. „Þannig að ég ætla bara að taka hann með núna, hann passar allavega enn þá,“ segir hún að lokum og skellir upp úr.
Miss Universe Iceland Tíska og hönnun Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni Sjá meira