Prince leyfir veröldinni loksins að heyra útgáfuna hans af Creep Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2015 10:54 Prince hefur þótt ansi sérlundaður en virðist vera að mildast í afstöðu sinni er varðar birtingu tónlistar hans á netinu. Vísir/Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan. Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Prince hefur ákveðið að leyfa veröldinni að heyra útgáfuna sína af Radiohead-laginu Creep sem hann flutti á Coachella-tónlistarhátíðinni árið 2008. Fáir áttu von á þessu útspili Prince að flytja lagið en svo fór að þessi uppákoma var aðeins aðgengileg í minningum þeirra sem voru viðstaddir tónleikana.Prince ákvað fyrir nokkrum árum að fjarlægja alla tónlist sína af Internetinu og lýsti því yfir í viðtali árið 2010 að Internetið væri ekki lengur kúl. „Internetið er algjörlega búið. Ég sé ekki af hverju ég á að gefa iTunes nýju tónlistina mína eða einhverjum öðrum. Þeir neita að borga mér fyrir fram og verða reiðir ef þeir fá ekki tónlistaina mína. Internetið er eins og MTV. Einu sinni var MTV kúl en með tímanum varð það glatað. Hvað um það, allar þessar tölvur og stafrænu tæki eru ekki til góðs. Þau fylla huga okkar af tölum og það getur ekki verið gott,“ sagði Prince við NME-tímaritið árið 2010. Hann hefur þó mildast töluvert í þessari afstöðu sinni síðustu ár en þó bólaði ekkert á þessari útgáfu hans af Creep með Radiohead. Meira segja söngvari sveitarinnar Thom Yorke, sem líkti nýverið myndbandavefnum YouTube við listaverkaþjófnaðinn sem átti sér stað í seinni heimsstyrjöldinni, hafði reynt að fá Prince til að setja þessa útgáfu af Creep á netið. Yorke benti á að Prince hefði tæplega rétt á því að banna birtingu myndbandsins vegna höfundaréttarlaga, þar sem hann hefði hvorki samið lagið né ætti hann myndbandið. Aðdáendur Prince voru hins vegar bænheyrði á mánudag þegar hann deildi myndbandinu af laginu á Twitter sem heyra má hér fyrir neðan.
Tónlist Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira