Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira