Íslensk börn gætu haft það betra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 29. október 2015 07:00 Christine Puckering rannsakar hvers vegna íslensk börn hafa það gott og ætlar að miðla niðurstöðum rannsóknarinnar til Skotlands. Fréttablaðið/GVA „Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“ Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
„Þetta eru engin geimvísindi, þetta er miklu merkilegra,“ segir Christine Puckering sálfræðingur um velferð ungra barna og aðferðir til þess að auka nánd í tengslum barna og foreldra. „Fái barnið góðan grunn á fyrstu æviárum sínum þá er líklegra að það geti sjálft átt gott samband við börn sín á fullorðinsárum.“ Christine rannsakar hversu vel er staðið að velferð ungra barna í fjórum löndum, Íslandi, Hollandi, Finnlandi og Noregi, og fékk til þess styrk frá minningarsjóði Winston Churchill. Ísland - Aðkrepptir foreldrar„Ég furða mig á því hvers vegna íslenskum börnum virðist vegna vel. Það er ekki nægilega vel fylgst með afdrifum barna í áhættuhópi. Þá fylgist Barnavernd ekki nægilega með börnum yngri en þriggja ára. Ég tel að íslensk börn njóti hugsjónastarfs í heilbrigðisgeiranum. Það er tiltölulega lítill hópur heilbrigðisstarfsmanna sem vinnur magnað starf.“ Christine telur upp fleiri þætti í íslenskri samfélagsgerð sem mætti standa betur að. „Hrunið hefur haft áhrif hér á landi. Hér er vinnutími foreldra langur og þeir eiga því minni möguleika á frítíma með barninu sínu, þeir eru undir meira álagi og þurfa að vinna meira fyrir nauðsynjum.“ Þá nefnir hún að frítíma með barninu um helgar þurfi foreldrar oft að eyða í stórmörkuðum. Þá skortir sveigjanleika á vinnumarkaði og fleiri úrræði í dagvistun barna. Noregur - Best að vera barn í Noregi„Ég myndi vilja vera barn í Noregi. Vinnutíminn er styttri og á sunnudögum er eiginlega allt lokað. Norskar fjölskyldur gera eitthvað með börnunum annað en að fara í búðir,“ segir hún og kímir en hún hefur tekið eftir því að íslenskar fjölskyldur nota frítímann um helgar til að versla. „Í Noregi er einnig góð heilbrigðisþjónusta við foreldra og börn og fylgst með velferð þeirra. Þegar góð heilbrigðisþjónusta og fjölskylduvænar áherslur fyrirtækja og samfélags fara saman þá eiga börnin meiri möguleika. Holland - Sveigjanlegur vinnumarkaður„Í Hollandi dáðist ég að mæðraeftirlitinu. Heilbrigðisstarfsmaður heimsækir fjölskyldur eftir fæðingu barns í nokkrar klukkustundir á dag í viku til að styðja við þær. Starfsmaðurinn fylgist með heilsu móður og barns en aðstoðar líka á heimilinu og gerir viðvart til hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra ef ástæða er til. Í Hollandi er sveigjanlegur vinnumarkaður ef til vill vegna þess að fæðingarorlof mæðra er ekki langt og feðra aðeins fáeinir dagar. Framboð á hlutastörfum er meira sem bæði kynin nýta sér og fleiri dagvistunarúrræði.“ Finnland - Finnar færa gjafirÍ Finnlandi eru nýir borgarar boðnir sérstaklega velkomnir með gjöfum sem nýtast fyrstu vikurnar og Christine er að auki hrifin af mikilli samhæfingu heilbrigðisstarfsfólks. Það sem reynist finnsku samfélagi erfiðast sé að veita jafna þjónustu til allra foreldra, sem búa sumir á strjálbýlum svæðum landsins. „Ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og sérhæft heilbrigðisstarfsfólk vinnur saman með fjölskyldunni þar til barn hefur skólagöngu sína, sjö ára gamalt, ég held það skipti máli.“
Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira