Opinber starfsemi verði skilvirkari Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. október 2015 10:03 David Cameron og Sigmundur Davíð ræddu saman við upphaf fundar í morgun. vísir/stefán Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira
Northern Future ráðstefnan var sett á Grand Hotel í morgun. Á fundinum taka þátt forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Bretlands. Á ráðstefnunni er rætt um framtíð skapandi greina og nýsköpun í opinberri stjórnsýslu. „Þetta eru góð umræðuefni. Allir vilja öflugan skapandi iðnað og allir vilja umfangsminna opinbert kerfi,“ sagði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, en bætti því við að það væri vel þess virði að spyrja hvað þetta þýðir fyrir okkur öll. Hver ávinningurinn væri af öflugum skapandi greinum og skilvirkari stjórnsýslu. „Skapandi greinar búa til störf. Þær eru um 5 prósent af hagkerfi okkar og stækka um 10 prósent á ári,“ sagði Cameron, en bætti því við að þær skiptu einnig máli í öðru samhengi. Skapandi greinar í hverju ríki laði að fjárfesta. „Auðvitað skiptir líka miklu máli að starfsemi hins opinbera verði ódýrari og skilvirkari,“ sagði Cameron, en bætti við að þar væri einnig fleira sem skipti máli. Í London hafi útvistun verkefna leitt til þess að smærri fyrirtæki hafi getað boðið í verkefni. „Það hefur gert hagkerfið fjölbreyttara og minna háð Lundúnum“ sagði Cameron. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson opnaði fundinn á léttum nótum. „Það var alltaf hugmyndin frá því að David Cameron stofnaði til Northern Future ráðstefnunnar að hafa fundinn óformlegan. Og til að sýna hversu óformlegir við getum verið þá ákváðum við að taka bindin af,“ sagði Sigmundur Davíð og uppskar hlátur viðstaddra. „Það er svona sem stjórnmálamenn sýna að þeir geti verið óformlegir,“ sagði hann. En hann sagði að fundarmenn hefðu getað verið ennþá óformlegri. „Við færðum fundinn hingað frá Háskóla Íslands. Með því að færa fundinn gafst okkur tækifæri til þess að hafa alla dagskrána á einum stað, því að þið gistið auðvitað öll hér. Við hefðum getað verið ennþá óformlegri, því þið hefðuð auðvitað öll getað komið niður á baðsloppunum,“ sagði Sigmundur og uppskar enn meiri hlátur. Það hefði sannarlega verið óformlegt. Sigmundur Davíð sagði að efni fundarins skipti Íslendinga miklu máli. Opinbera kerfið væri stórt miðað við stærð hagkerfisins. Opinberi geirinn hefði ellefufaldast að stærð frá lýðveldisstofnun og enn sé tekist á um það hversu stórt það eigi að vera. Samtal um þetta efni skipti því máli. Cameron sagði að það væri gott að vera kominn til Íslands. „Ég er fyrsti forsætisráðherrann til að koma hingað frá því að Winston Churchill kom hingað 1941. Og það er gott að koma hingað á rólegri tímum.“ Hann minntist á að forsætisráðherrarnir hefðu snætt saman kvöldverð í gær. „Við ræddum saman í gær. Enginn hafði skrifaða ræðu og enginn var með punkta. Við vorum að tala um hlutina út frá hjartanu, hvort sem það var flóttamannavandamál, endurbætur í Evrópu, það sem er að gerast í Sýrlandi eða Úkraníu. Þetta er góð leið til að eiga samskipti,“ sagði Cameron.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Sjá meira