Neyðarstjórn með víðtækt umboð til breytinga hjá Strætó Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2015 19:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar fundaði í morgun. vísir/ernir Ný neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða undir stjórn fyrrverandi lögreglustjóra fær víðtækt umboð til breytinga og á að skila tillögum til úrbóta eftir mánuð. Lögreglustjórinn fyrrverandi segir nauðsynlegt að hafa aga í öllum herbúðum og borgarstjóri segir atvikið í gær mjög alvarlegt. Tíð fundarhöld um þjónustu Strætó við fatlaða voru í Ráðhúsi Reykjavíkur allt frá því klukkan átta í morgun, þegar fulltrúar allra flokka í borgarstjórn komu saman ásamt fulltrúum hluta eigenda Strætó BS og ræddu málin. Það var rætt um málið á fundi borgarráðs og síðan á fundi fulltrúa eigenda Strætó í hádeginu, þar sem ákveðið var að skipa neyðarstjórn við þjónustuna við fatlaða. Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir neyðarstjórninnni. Atvikið með stúlkuna í gær er enn eitt dæmið af mörgum sem komið hafa upp frá því þjónustunni við fatlaða var breytt í fyrra.Hefði ekki átt fyrir lifandi löngu að vera búið að grípa með alvarlegri hætti inn í þetta mál?„Jú, það má segja það. Við vorum að gefa þessu tíma og töldum vísbendingar vera um að þetta þokaðist í rétta átt. Þess vegna var þetta mjög mikið áfall í gær. Ég held að það sé eina orðið yfir það,“ segir Dagur. Þess vegna sé mikilvægt að sveitarfélögin fimm sem eigi Strætó séu samstíga um að skipa nýja neyðarstjórnstjórn sem taki yfir stjórn ferðþjónustunnar og geri hana örugga. Stjórnin muni hafa víðtækt umboð og fulltrúar Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar koma að borðinu. Það þurfi einnig að skoða alla þjónustuþætti við fatlaða, því engin viðbrögð urðu hjá Hinu húsinu í gær þegar stúlkan skilaði sér ekki þangað. „Það eru mjög margir sem koma að þessum málum. Fjölskyldur og aðstandendur og ég held að allir og líka starfsfólkið, hafi orðið fyrir mjög miklu áfalli í gær,“ segir borgarstjóri. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að bregðast hefði mátt fyrr við stöðunni eins og Sjálfstæðismenn vildu en styður aðgerðirnar. Hann vill meðal annars skoða sértækari þjónustu fyrir vissa hópa fatlaðra. „Þessi neyðarstjórn hefur fullt umboð og hún þarf að starfa vel og hratt. Því við megum ekki við því að gera nein mistök í þessu máli. Bara alls ekki,“ segir Halldór. Stefán Eiríksson segir ástand þjónustunnar algerlega óviðunandi. „Við höfum haft töluvert mikla þolinmæði gagnvart því sem hefur verið í gangi. Sú þolinmæði brást einfaldlega í gær. Þá þarf að grípa utanum hlutina með öðrum hætti og það er gert hér með mjög afgerandi og skýrum hætti,“ segir StefánÞú ert auðvitað vanur agastjórnun sem fyrrverandi lögreglustjóri. Verður þetta tekið á aganum?„Ég ætla ekki að segja til um hvað það er sem mögulega þarf að koma inn í, en það er mikilvægt að það sé agi í öllum herbúðum,“ segir Stefán. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af stöðu mála og mun væntanlega funda með borgarstjóra og örðum fulltrúum eigenda Strætó á morgun. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Ný neyðarstjórn yfir þjónustu Strætó við fatlaða undir stjórn fyrrverandi lögreglustjóra fær víðtækt umboð til breytinga og á að skila tillögum til úrbóta eftir mánuð. Lögreglustjórinn fyrrverandi segir nauðsynlegt að hafa aga í öllum herbúðum og borgarstjóri segir atvikið í gær mjög alvarlegt. Tíð fundarhöld um þjónustu Strætó við fatlaða voru í Ráðhúsi Reykjavíkur allt frá því klukkan átta í morgun, þegar fulltrúar allra flokka í borgarstjórn komu saman ásamt fulltrúum hluta eigenda Strætó BS og ræddu málin. Það var rætt um málið á fundi borgarráðs og síðan á fundi fulltrúa eigenda Strætó í hádeginu, þar sem ákveðið var að skipa neyðarstjórn við þjónustuna við fatlaða. Stefán Eiríksson sviðsstjóri velferðarsviðs og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu fer fyrir neyðarstjórninnni. Atvikið með stúlkuna í gær er enn eitt dæmið af mörgum sem komið hafa upp frá því þjónustunni við fatlaða var breytt í fyrra.Hefði ekki átt fyrir lifandi löngu að vera búið að grípa með alvarlegri hætti inn í þetta mál?„Jú, það má segja það. Við vorum að gefa þessu tíma og töldum vísbendingar vera um að þetta þokaðist í rétta átt. Þess vegna var þetta mjög mikið áfall í gær. Ég held að það sé eina orðið yfir það,“ segir Dagur. Þess vegna sé mikilvægt að sveitarfélögin fimm sem eigi Strætó séu samstíga um að skipa nýja neyðarstjórnstjórn sem taki yfir stjórn ferðþjónustunnar og geri hana örugga. Stjórnin muni hafa víðtækt umboð og fulltrúar Öryrkjabandalagsins, Sjálfsbjargar og Þroskahjálpar koma að borðinu. Það þurfi einnig að skoða alla þjónustuþætti við fatlaða, því engin viðbrögð urðu hjá Hinu húsinu í gær þegar stúlkan skilaði sér ekki þangað. „Það eru mjög margir sem koma að þessum málum. Fjölskyldur og aðstandendur og ég held að allir og líka starfsfólkið, hafi orðið fyrir mjög miklu áfalli í gær,“ segir borgarstjóri. Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir að bregðast hefði mátt fyrr við stöðunni eins og Sjálfstæðismenn vildu en styður aðgerðirnar. Hann vill meðal annars skoða sértækari þjónustu fyrir vissa hópa fatlaðra. „Þessi neyðarstjórn hefur fullt umboð og hún þarf að starfa vel og hratt. Því við megum ekki við því að gera nein mistök í þessu máli. Bara alls ekki,“ segir Halldór. Stefán Eiríksson segir ástand þjónustunnar algerlega óviðunandi. „Við höfum haft töluvert mikla þolinmæði gagnvart því sem hefur verið í gangi. Sú þolinmæði brást einfaldlega í gær. Þá þarf að grípa utanum hlutina með öðrum hætti og það er gert hér með mjög afgerandi og skýrum hætti,“ segir StefánÞú ert auðvitað vanur agastjórnun sem fyrrverandi lögreglustjóri. Verður þetta tekið á aganum?„Ég ætla ekki að segja til um hvað það er sem mögulega þarf að koma inn í, en það er mikilvægt að það sé agi í öllum herbúðum,“ segir Stefán. Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra hefur lýst áhyggjum af stöðu mála og mun væntanlega funda með borgarstjóra og örðum fulltrúum eigenda Strætó á morgun.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira