Giftast til að fá aðgang að börnum kvennanna Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 2. september 2015 06:00 Margrét Steinarsdóttir Í sumum málamyndahjónaböndum notfærir makinn sér bágar aðstæður þess sem hingað er kominn. Fólk er látið vinna fleiri en eina vinnu, launin tekin og svo heldur þrældómurinn áfram þegar heim er komið. Í mínum huga er það mansal,“ segir Margrét Steinarsdóttir hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Til hennar hefur í gegnum tíðina leitað fólk sem hefur verið í slíkum hjónaböndum. Mörg þessara mála enda hins vegar ekki á borði lögreglu, fólk er hrætt við að fara lengra með þau enda sönnunarbyrðin oft erfið. Að sögn Snorra Birgissonar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla yfirleitt rannsakað slík mál en aldrei hefur tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Þá leiki oft grunur á að gengið sé í hjónaband til þess að fá dvalarleyfi. Málin geta hins vegar verið flókin og í sumum þeirra leikur grunur á að verið sé að hagnýta annan aðilann. Viðkomandi þolandi sé þá kannski fenginn til landsins á fölskum forsendum. Öll réttindi séu nýtt á hans nafni, til dæmis sé sótt um félagslegar bætur. „Það eru dæmi um að aflað sé dvalarleyfis með málamyndahjónabandi og síðan er þolandinn hagnýttur á ýmsan hátt. Maður hefur heyrt af ýmsum útfærslum af þessu,“ segir Snorri. „Þótt einstaklingur sé staddur löglega á landinu þá getur sá hinn sami samt sem áður verið mansalsfórnarlamb. Hann er mansalsfórnarlamb þegar verið er að notfæra sér bágar aðstæður hans til hagnýtingar,“ segir Margrét og nefnir að til hennar hafi komið konur sem hafi þurft að veita kynlífsþjónustu hvenær sem er og með þeim sem makinn krafði þær um. „Það er mansal,“ ítrekar hún og minnir á að hvorki í Palermo-bókuninni né Evrópuráðssamningnum um aðgerðir gegn mansali sé minnst á að það þurfi að vera fjárhagslegur ávinningur til staðar. Margrét skrifaði bækling fyrir Jafnréttisstofu fyrir nokkrum árum sem ætlaður var innflytjendum og til þess að ná til fórnarlamba í ofbeldissamböndum. Bæklingurinn var róttækur en í honum er bent berum orðum á hvað nauðung í hjónabandi getur falið í sér og hvernig sé hægt að leita sér hjálpar í slíkum aðstæðum. Meðal þess sem fólki er bent á er að það er refsivert samkvæmt íslenskum lögum að neyða einhvern, hvort sem er karl eða konu, til að ganga í hjónaband. „Ég taldi að efnistökin myndu reynast fólki af erlendum uppruna erfið og ég skil þau sjónarmið mjög vel. Þessi tilvik sem ég fæst við, þetta er minn veruleiki. Það þarf að taka á þessu. Margrét segir að í langflestum tilvikum séu það konur sem leiti réttinda sinna þegar um er að ræða málamyndahjónabönd, illa meðferð og mansal. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal í heiminum árið 2014 kemur fram að mansal finnist á Íslandi og að einn angi þess séu svokölluð nauðungarhjónabönd þar sem annar aðilinn er á valdi hins í hjónabandinu og kemst ekki burt. Konur séu þvingaðar í hjónaband þar sem þeim sé svo þrælað út við heimilisstörf og í kynlífsánauð. „Í gegnum árin þá hafa þetta í öllum tilvikum verið konur, ég er reyndar með eitt tilvik þar sem maður giftist konu og var svo haldið sem þræl. Karlmaðurinn er enn hér á landi og ég veit að Útlendingastofnun tók tillit til aðstæðna hans og hann fékk leyfi til dvalar hér á landi vegna tengsla við landið. Það gæti verið að mál hans verði kært til lögreglu.“ Margrét segir manninn hafa gifst konu frá sama landi. Maðurinn flutti hingað til að kvænast henni en þegar hann kom til landsins var hann svo nýttur sem þræll, innan og utan heimilis. Margrét segir tilfellin mismunandi. „Í sumum tilvikum er millilið greitt fyrir að koma á hjónabandi og þeim sem giftist líka greidd upphæð. Svo þegar konurnar eru komnar til landsins þá þurfa þær jafnvel að greiða aukaþóknun til makans sem annars segist láta Útlendingastofnun vita að um málamyndahjúskap sé að ræða.“ Hún segir þá sem giftast til að öðlast betra líf vilja vinna sér inn peninga til að senda til fjölskyldu í heimalandinu. „En verða svo fyrir illri meðferð. Enginn gerir ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun.Snorri Birgisson lögreglumaðurÞá þekkist það að karlmenn giftist konum til að fá aðgang að börnum þeirra. „Það hafa komið upp dæmi um börn sem hafa verið flutt hingað. Foreldrarnir hafa samþykkt að þau komi hingað til fjölskyldna þeirra og svo hafa komið upp erfið barnaverndarmál í kjölfarið. Í einu tilviki sem ég man eftir var um að ræða kynferðisbrot gegn barni.“ Margrét minnir á að hún sé ekki að alhæfa um hjónabönd sem sé stofnað til á þennan hátt. Það séu þessir fáu sem hagnýti sér neyð kvenna með ofbeldi og nauðung sem þurfi að ljóstra upp um. Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu en aldrei hafi tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Sönnunarbyrðin sé erfið, auk þess sem þolendur upplifi sig oft ekki sem þolendur. Málin hafa verið skoðuð með tilliti til mansals. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Í sumum málamyndahjónaböndum notfærir makinn sér bágar aðstæður þess sem hingað er kominn. Fólk er látið vinna fleiri en eina vinnu, launin tekin og svo heldur þrældómurinn áfram þegar heim er komið. Í mínum huga er það mansal,“ segir Margrét Steinarsdóttir hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Til hennar hefur í gegnum tíðina leitað fólk sem hefur verið í slíkum hjónaböndum. Mörg þessara mála enda hins vegar ekki á borði lögreglu, fólk er hrætt við að fara lengra með þau enda sönnunarbyrðin oft erfið. Að sögn Snorra Birgissonar hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla yfirleitt rannsakað slík mál en aldrei hefur tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Þá leiki oft grunur á að gengið sé í hjónaband til þess að fá dvalarleyfi. Málin geta hins vegar verið flókin og í sumum þeirra leikur grunur á að verið sé að hagnýta annan aðilann. Viðkomandi þolandi sé þá kannski fenginn til landsins á fölskum forsendum. Öll réttindi séu nýtt á hans nafni, til dæmis sé sótt um félagslegar bætur. „Það eru dæmi um að aflað sé dvalarleyfis með málamyndahjónabandi og síðan er þolandinn hagnýttur á ýmsan hátt. Maður hefur heyrt af ýmsum útfærslum af þessu,“ segir Snorri. „Þótt einstaklingur sé staddur löglega á landinu þá getur sá hinn sami samt sem áður verið mansalsfórnarlamb. Hann er mansalsfórnarlamb þegar verið er að notfæra sér bágar aðstæður hans til hagnýtingar,“ segir Margrét og nefnir að til hennar hafi komið konur sem hafi þurft að veita kynlífsþjónustu hvenær sem er og með þeim sem makinn krafði þær um. „Það er mansal,“ ítrekar hún og minnir á að hvorki í Palermo-bókuninni né Evrópuráðssamningnum um aðgerðir gegn mansali sé minnst á að það þurfi að vera fjárhagslegur ávinningur til staðar. Margrét skrifaði bækling fyrir Jafnréttisstofu fyrir nokkrum árum sem ætlaður var innflytjendum og til þess að ná til fórnarlamba í ofbeldissamböndum. Bæklingurinn var róttækur en í honum er bent berum orðum á hvað nauðung í hjónabandi getur falið í sér og hvernig sé hægt að leita sér hjálpar í slíkum aðstæðum. Meðal þess sem fólki er bent á er að það er refsivert samkvæmt íslenskum lögum að neyða einhvern, hvort sem er karl eða konu, til að ganga í hjónaband. „Ég taldi að efnistökin myndu reynast fólki af erlendum uppruna erfið og ég skil þau sjónarmið mjög vel. Þessi tilvik sem ég fæst við, þetta er minn veruleiki. Það þarf að taka á þessu. Margrét segir að í langflestum tilvikum séu það konur sem leiti réttinda sinna þegar um er að ræða málamyndahjónabönd, illa meðferð og mansal. Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um mansal í heiminum árið 2014 kemur fram að mansal finnist á Íslandi og að einn angi þess séu svokölluð nauðungarhjónabönd þar sem annar aðilinn er á valdi hins í hjónabandinu og kemst ekki burt. Konur séu þvingaðar í hjónaband þar sem þeim sé svo þrælað út við heimilisstörf og í kynlífsánauð. „Í gegnum árin þá hafa þetta í öllum tilvikum verið konur, ég er reyndar með eitt tilvik þar sem maður giftist konu og var svo haldið sem þræl. Karlmaðurinn er enn hér á landi og ég veit að Útlendingastofnun tók tillit til aðstæðna hans og hann fékk leyfi til dvalar hér á landi vegna tengsla við landið. Það gæti verið að mál hans verði kært til lögreglu.“ Margrét segir manninn hafa gifst konu frá sama landi. Maðurinn flutti hingað til að kvænast henni en þegar hann kom til landsins var hann svo nýttur sem þræll, innan og utan heimilis. Margrét segir tilfellin mismunandi. „Í sumum tilvikum er millilið greitt fyrir að koma á hjónabandi og þeim sem giftist líka greidd upphæð. Svo þegar konurnar eru komnar til landsins þá þurfa þær jafnvel að greiða aukaþóknun til makans sem annars segist láta Útlendingastofnun vita að um málamyndahjúskap sé að ræða.“ Hún segir þá sem giftast til að öðlast betra líf vilja vinna sér inn peninga til að senda til fjölskyldu í heimalandinu. „En verða svo fyrir illri meðferð. Enginn gerir ráð fyrir því að verða fyrir ofbeldi og misnotkun.Snorri Birgisson lögreglumaðurÞá þekkist það að karlmenn giftist konum til að fá aðgang að börnum þeirra. „Það hafa komið upp dæmi um börn sem hafa verið flutt hingað. Foreldrarnir hafa samþykkt að þau komi hingað til fjölskyldna þeirra og svo hafa komið upp erfið barnaverndarmál í kjölfarið. Í einu tilviki sem ég man eftir var um að ræða kynferðisbrot gegn barni.“ Margrét minnir á að hún sé ekki að alhæfa um hjónabönd sem sé stofnað til á þennan hátt. Það séu þessir fáu sem hagnýti sér neyð kvenna með ofbeldi og nauðung sem þurfi að ljóstra upp um. Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir slík mál hafa verið til rannsóknar hjá lögreglu en aldrei hafi tekist að sanna að um málamyndahjónaband sé að ræða. Sönnunarbyrðin sé erfið, auk þess sem þolendur upplifi sig oft ekki sem þolendur. Málin hafa verið skoðuð með tilliti til mansals.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira