Sérstakt að skora á Old Trafford 8. ágúst 2015 12:30 Gylfi verður í lykilhlutverki hjá Swansea í vetur. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann þarf að fylgja eftir frábæru tímabili hjá sér í fyrra. Þá skoraði Gylfi sjö mörk fyrir Swansea og gaf tíu stoðsendingar. Hann var í þriðja til fimmta sæti á lista yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í deildinni sem er ansi vel af sér vikið. Stoðsendingarnar hefðu eflaust orðið fleiri ef hann hefði haft Wilfried Bony í liði með sér allt tímabilið.Hélt með Man. Utd Swansea hafnaði í áttunda sæti í deildinni á síðustu leiktíð og náði þess utan að vinna báða sína leiki gegn Man. Utd og Arsenal. Swansea varð þriðja liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem afrekar það. „Þar sem ég var stuðningsmaður Man. Utd þegar ég var yngri þá var auðvitað mjög sérstakt að skora á Old Trafford,“ sagði Gylfi Þór er hann rifjar upp leikinn eftirminnilega á Old Trafford í fyrra. „Það var líka mjög skemmtilegt að vinna Arsenal á útivelli þó að við værum í vörn í 85 mínútur. Það var mjög sérstakt að vinna þann leik.“Gylfi fagnar hér sigurmarki sínu á Old Trafford gegn liðinu sem hann studdi í æsku.Vísir/GettyGetum gert betur Swansea ætlar að byggja á þessum góða árangri frá síðustu leiktíð og Gylfi er sannfærður um að liðið geti gert enn betur í ár. „Ef maður horfir yfir tímabilið í fyrra þá komu leikir þar sem við hefðum getað fengið meira út úr. Ég er á því að við getum gert enn betur þó svo tímabilið í fyrra hafi verið mjög flott,“ segir okkar maður.Þurfum að taka næsta skref Liði Swansea er stýrt af hinum 36 ára gamla Garry Monk og sá sannaði í fyrra að hann kann ýmislegt fyrir sér í fræðunum. „Nú þurfum við að taka næsta skref. Mér fannst við vera frábærir í fyrra og tókum þá stórt skref fram á við. Ég er metnaðarfullur og vil taka annað stórt skref í viðbót. Sem þjálfari þá verður maður alltaf að vilja meira. Maður á aldrei að vera sáttur,“ segir Monk. Til þess að bregðast við brotthvarfi Bony þá hefur Monk fengið framherjana Eder, sem kom frá Braga, og svo Andre Ayew frá Marseille í Frakklandi. „Ég var búinn að ákveða snemma hvaða framherja ég vildi fá og við gengum frá kaupunum snemma. Þá koma þeir strax í hópinn og geta tekið fullan undirbúning. Mér finnst það skipta máli. Liðið er nánast fullmótað en það gætu fleiri komið á lokasprettinum.“Gylfi í baráttunni gegn Wayne Rooney er hann var á mála hjá Tottenham.Vísir/GettyEnginvirðing fyrir Chelsea Tímabilið byrjar með látum hjá Swansea því liðið sækir meistara Chelsea heim á morgun. „Við munum mæta óhræddir og gera allt sem við getum til þess að gefa þeim leik. Við munum reyna að trufla þeirra leik og nýta þau tækifæri sem við fáum. Við erum ekki lið sem gefur neitt eftir og förum í þennan leik til þess að taka þrjú stig eins og alltaf.“ Framtíðin virðist vera björt hjá Swansea. Unglingalið félagsins er að spila í hærri styrkleikaflokki og svo stendur til að stækka heimavöll félagsins. „Þetta er félag í uppbyggingu og við reynum að gera allt í réttum skrefum. Við verðum að flýta okkur hægt. Innviðirnir verða að vera sterkir sem og grunnurinn svo hægt sé að fljóta áfram í rétta átt. Takmarkið er að félagið verði sterkara með hverju árinu,“ segir Garry Monk. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni í vetur. Hann þarf að fylgja eftir frábæru tímabili hjá sér í fyrra. Þá skoraði Gylfi sjö mörk fyrir Swansea og gaf tíu stoðsendingar. Hann var í þriðja til fimmta sæti á lista yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í deildinni sem er ansi vel af sér vikið. Stoðsendingarnar hefðu eflaust orðið fleiri ef hann hefði haft Wilfried Bony í liði með sér allt tímabilið.Hélt með Man. Utd Swansea hafnaði í áttunda sæti í deildinni á síðustu leiktíð og náði þess utan að vinna báða sína leiki gegn Man. Utd og Arsenal. Swansea varð þriðja liðið í sögu úrvalsdeildarinnar sem afrekar það. „Þar sem ég var stuðningsmaður Man. Utd þegar ég var yngri þá var auðvitað mjög sérstakt að skora á Old Trafford,“ sagði Gylfi Þór er hann rifjar upp leikinn eftirminnilega á Old Trafford í fyrra. „Það var líka mjög skemmtilegt að vinna Arsenal á útivelli þó að við værum í vörn í 85 mínútur. Það var mjög sérstakt að vinna þann leik.“Gylfi fagnar hér sigurmarki sínu á Old Trafford gegn liðinu sem hann studdi í æsku.Vísir/GettyGetum gert betur Swansea ætlar að byggja á þessum góða árangri frá síðustu leiktíð og Gylfi er sannfærður um að liðið geti gert enn betur í ár. „Ef maður horfir yfir tímabilið í fyrra þá komu leikir þar sem við hefðum getað fengið meira út úr. Ég er á því að við getum gert enn betur þó svo tímabilið í fyrra hafi verið mjög flott,“ segir okkar maður.Þurfum að taka næsta skref Liði Swansea er stýrt af hinum 36 ára gamla Garry Monk og sá sannaði í fyrra að hann kann ýmislegt fyrir sér í fræðunum. „Nú þurfum við að taka næsta skref. Mér fannst við vera frábærir í fyrra og tókum þá stórt skref fram á við. Ég er metnaðarfullur og vil taka annað stórt skref í viðbót. Sem þjálfari þá verður maður alltaf að vilja meira. Maður á aldrei að vera sáttur,“ segir Monk. Til þess að bregðast við brotthvarfi Bony þá hefur Monk fengið framherjana Eder, sem kom frá Braga, og svo Andre Ayew frá Marseille í Frakklandi. „Ég var búinn að ákveða snemma hvaða framherja ég vildi fá og við gengum frá kaupunum snemma. Þá koma þeir strax í hópinn og geta tekið fullan undirbúning. Mér finnst það skipta máli. Liðið er nánast fullmótað en það gætu fleiri komið á lokasprettinum.“Gylfi í baráttunni gegn Wayne Rooney er hann var á mála hjá Tottenham.Vísir/GettyEnginvirðing fyrir Chelsea Tímabilið byrjar með látum hjá Swansea því liðið sækir meistara Chelsea heim á morgun. „Við munum mæta óhræddir og gera allt sem við getum til þess að gefa þeim leik. Við munum reyna að trufla þeirra leik og nýta þau tækifæri sem við fáum. Við erum ekki lið sem gefur neitt eftir og förum í þennan leik til þess að taka þrjú stig eins og alltaf.“ Framtíðin virðist vera björt hjá Swansea. Unglingalið félagsins er að spila í hærri styrkleikaflokki og svo stendur til að stækka heimavöll félagsins. „Þetta er félag í uppbyggingu og við reynum að gera allt í réttum skrefum. Við verðum að flýta okkur hægt. Innviðirnir verða að vera sterkir sem og grunnurinn svo hægt sé að fljóta áfram í rétta átt. Takmarkið er að félagið verði sterkara með hverju árinu,“ segir Garry Monk.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjá meira