Á annan tug kvenna mögulega smitaðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júlí 2015 07:00 Nígerískur karlmaður er grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur. Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík. Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.Haraldur BriemSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins komst upp um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt í kynferðislegu samneyti við. Stúlkan tilkynnti um málið og rannsókn fór af stað. HIV-veiran getur valdið alnæmi en veiran brýtur niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í samtali við Fréttablaðið segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnarlæknir, að líkurnar á því að smitast af veirunni séu um einn á móti tvö hundruð við einar samfarir. „Það getur auðvitað alveg gerst að maður smitist eftir eitt skipti.“ Haraldur segir að í svona tilfellum byrji embætti sóttvarnarlæknis á því að koma smituðum einstaklingi í meðferð og í kjölfarið sé farið í það að rekja mögulegar smitleiðir. „Það þarf að hafa samband við alla sem koma til greina. Ef allt gengur vel, við finnum fólkið og það sækir meðferð þá aðhöfumst við ekkert frekar. Ef lögreglan telur að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað þá hefst rannsókn.“ Verði maðurinn að lokinni rannsókn ákærður verður það í fyrsta sinn hér á landi sem maður er ákærður fyrir að smita aðra vísvitandi af HIV- veirunni.Guðný Helga Herbertsdóttirfréttablaðið/valliÖllum svarað hratt Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, hvetur þær konur sem telja möguleika á smiti til að hringja í göngudeild smitsjúkdóma og óska eftir viðtali. „Það er öllum svarað hratt sem leita þangað og það er fullur trúnaður um allt sem fer þar fram.“ Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Nígerískur karlmaður er grunaður um að hafa haft óvarin kynmök við íslenskar konur vitandi það að hann væri smitaður af HIV-veirunni. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. ágúst í héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Á annan tug kvenna eru á lista yfir þá sem verið er að reyna að hafa samband við vegna málsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að minnsta kosti ein kona smituð. Maðurinn er hælisleitandi og hefur verið hér á landi í meira en ár. Hann er talinn vera á þrítugsaldri en aldur hans hefur þó ekki fengist staðfestur. Við komu hans til landsins dvaldi hann á Fit hostel. Hann býr nú í Reykjavík. Lögreglan rannsakar nú mál mannsins í samstarfi við sóttvarnarlækni. Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort þær séu smitaðar.Haraldur BriemSamkvæmt heimildum Fréttablaðsins komst upp um málið eftir að erlend kona, fyrrverandi kærasta mannsins, hafði samband við íslenska stúlku sem hún vissi að hann hefði átt í kynferðislegu samneyti við. Stúlkan tilkynnti um málið og rannsókn fór af stað. HIV-veiran getur valdið alnæmi en veiran brýtur niður ónæmiskerfi líkamans ef ekki koma til lyf sem duga. Í samtali við Fréttablaðið segir Haraldur Briem, fráfarandi sóttvarnarlæknir, að líkurnar á því að smitast af veirunni séu um einn á móti tvö hundruð við einar samfarir. „Það getur auðvitað alveg gerst að maður smitist eftir eitt skipti.“ Haraldur segir að í svona tilfellum byrji embætti sóttvarnarlæknis á því að koma smituðum einstaklingi í meðferð og í kjölfarið sé farið í það að rekja mögulegar smitleiðir. „Það þarf að hafa samband við alla sem koma til greina. Ef allt gengur vel, við finnum fólkið og það sækir meðferð þá aðhöfumst við ekkert frekar. Ef lögreglan telur að eitthvað brotlegt hafi átt sér stað þá hefst rannsókn.“ Verði maðurinn að lokinni rannsókn ákærður verður það í fyrsta sinn hér á landi sem maður er ákærður fyrir að smita aðra vísvitandi af HIV- veirunni.Guðný Helga Herbertsdóttirfréttablaðið/valliÖllum svarað hratt Guðný Helga Herbertsdóttir, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítalans, hvetur þær konur sem telja möguleika á smiti til að hringja í göngudeild smitsjúkdóma og óska eftir viðtali. „Það er öllum svarað hratt sem leita þangað og það er fullur trúnaður um allt sem fer þar fram.“
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent