Sitjandi ríkisstjórn meira á flakki en sú sem var á undan henni Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 8. júlí 2015 07:30 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ferðalög einstakra ráðherra en neðst í fréttinni má sjá gagnvirka súlurit með sömu upplýsingum. vísir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38. Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38.
Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45
Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16