Sitjandi ríkisstjórn meira á flakki en sú sem var á undan henni Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 8. júlí 2015 07:30 Hér er hægt að sjá upplýsingar um ferðalög einstakra ráðherra en neðst í fréttinni má sjá gagnvirka súlurit með sömu upplýsingum. vísir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38. Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, er ferðakóngurinn í samanburði á ferðalögum ráðherra tveggja síðustu ríkisstjórna. Gunnar Bragi hefur verið erlendis í 199 daga af þeim 777 dögum sem hann hefur verið utanríkisráðherra. Fréttablaðið bar saman ferðalög ráðherra ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á fyrstu tveimur starfsárum þeirra. Til að gæta sanngirnis er kostnaður við ferðalög ráðherra umreiknaður á verðlag dagsins í dag. Tímabilið sem er til skoðunar hjá fyrri stjórn er frá því að minnihlutastjórnin tók við þann 1. febrúar 2009 til 1. júní 2011. Hjá núverandi stjórn er það 23. maí 2013 til 1. júní 2015. Ríkisstjórn Sigmundar hefur eytt töluvert meira fjármagni í ferðir ráðherra heldur en ríkisstjórnin sem sat á undan. Sitjandi ríkisstjórn hefur nýtt rúmar 157 milljónir króna í ferðalög og ríkisstjórn Jóhönnu um 104 milljónum. Ríkisstjórn Sigmundar virðist vera meira fyrir það að sinna verkefnum erlendis en samtals hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar eytt 625 dögum erlendis en ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu 550 dögum.Hér að neðan má sjá kort sem sýnir ferðir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Bjarna Benediktssonar, Gunnars Braga Sveinssonar og Ragnheiðar Elínar Árnadóttur. Hægt er að velja hvaða ráðherrar eru sýnilegir hverju sinni. Að auki er hægt að smella á einstakar borgir til að fá frekari upplýsingar um í hvaða erindagjörðum ferðin var farin, kostnað, lengd ferðar og fjölda fylgdarmanna. Skiljanlega eru það utanríkisráðherrarnir tveir, Gunnar Bragi, og Össur Skarphéðinsson sem eiga drjúga hlutdeild í ferðalögum ráðherra ríkisstjórnanna. Kostnaður við ferðalög Gunnars nema um 52 milljónum króna frá því að hann tók við sem utanríkisráðherra. Ferðakostnaður Össurar nam 19 milljónum fyrstu tvö ár í stól utanríkisráðherra en þess ber að geta að í gögnum utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað ráðherra er ekki tekið tillit til fylgdarliðs Össurar og má því gera ráð fyrir að ferðakostnaður hafi verið töluvert meiri. Ef forsætisráðherrarnir tveir eru bornir saman kemur í ljós að enn sem komið er hefur Sigmundur farið í fleiri utalandsferðir en Jóhanna. Han hefur eytt 62 dögum erlendis samanborið við 38 daga Jóhönnu. Svo virðist vera að embætti fjármála- iðnaðar- og sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra fylgi nokkur ferðakvöð en allir ráðherrarnir hafa nýtt meira en tíu milljónir í ferðakostnað. Þá vekur athygli að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur ferðast nokkuð meira ein fyrirrennari sinn, Katrín Jakobsdóttir en hann hefur nýtt 15 milljónir í ferðakostnað á móti 3 milljónum Katrínar.Hér fyrir neðan er hægt að sjá áfangastaði Jóhönnu Sigurðardóttur, Steingríms J. Sigfússonar, Össurar Skarphéðinssonar og ferðir Árna Páls Árnasonar sem efnahags- og viðskiptaráðherra. Hægt er að smella á borgir til að fá upplýsingar um kostnað, lengd ferðar, fylgdarmenn og erindi. Einnig er hægt að velja hvaða ráðherra er sýnilegur hverju sinni.Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar var staðhæft að ferðadagar Jóhönnu Sigurðardóttur hefðu verið 26. Það er rangt. Þeir eru alls 38.
Tengdar fréttir Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45 Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Fimm ráðherrar verið erlendis fyrir samtals 66 milljónir króna Ráðherrar verið 272 daga ár erlendri grund það sem af er kjörtímabilinu. 23. júní 2015 08:45
Forsætisráðherra 62 daga erlendis það sem af er kjörtímabilinu Hefur ferðast fyrir tæpar 17 milljónir króna. 9. júní 2015 12:16
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent