Fyrsta PIP-púðamálið tapast í áfrýjunarrétti Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alls fengu um 440 íslenskar konur ígræddar PIP-brjóstafyllingar með iðnaðarsilíkoni. nordicphotos/afp Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Franskur áfrýjunardómstóll sýknaði TÜV Rheinland í fyrstu hópmálsókninni í PIP-brjóstafyllingamálinu svokallaða en nokkur þúsund konur hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu sem hafði eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna. Um 440 íslenskar konur fengu ígræddar PIP-brjóstafyllingar en af þeim hafa 204 konur höfðað mál á hendur TÜV Rheinland sem vottaði og sá um eftirlit með framleiðslu brjóstafyllinganna í Frakklandi. Dómsmálin sem hafa verið höfðuð eru þrjú, en íslensku konurnar tilheyra stærstu málsókninni sem er númer tvö í röðinni og verður mál þeirra flutt 24. júlí næstkomandi í Frakklandi. Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður íslensku kvennanna, segir dóminn hafa lítil áhrif á málsókn Íslendinganna. „Dómnum verður væntanlega áfrýjað til Cour de cassation [efsta dómstigs Frakklands] en gera má ráð fyrir að niðurstaða þess dómstóls liggi ekki fyrir fyrr en eftir eitt ár. Þrátt fyrir að mínir umbjóðendur séu ekki aðilar að málinu þá hef ég þó að sjálfsögðu rætt málið við frönsku lögmennina og greint þeim frá þeirri skoðun minni að það eigi að fara með málið alla leið.“ Saga segir liggja fyrir að þar sem íslensku konurnar eru ekki aðilar að málinu sem tapaðist þá eru þær ekki með aðgengi að öllum upplýsingum um málið. „Þessi dómsniðurstaða verður væntanlega til þess að íslenskar konur fá ekki dæmda svokallaða innborgun inn á málið. Þá getur þetta leitt til þess að mál íslenskra kvenna tefjist á meðan beðið verður eftir niðurstöðu Cour de cassation í fyrstu hópmálsókninni,“ segir Saga. Aldrei fyrr hafa svo margir Íslendingar sótt mál saman eftir því sem næst verður komist en mál íslensku kvennanna verður eins og áður segið tekið fyrir í lok júlí.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira