Lífið

Þær tvær eru tilbúnar í frumsýningu í kvöld

Gunnhildur Jónsdóttir skrifar
Tvær Þættirnir hefja göngu sína á sunnudaginn.
Tvær Þættirnir hefja göngu sína á sunnudaginn. mynd/Júlíana
Á sunnudagskvöld kl. 19.05 á Stöð 2 hefja göngu sína grínþættirnir Þær tvær sem Vala Kristín og Júlíana Sara skrifa og leika í.



„Þetta verður mikið af einstökum sketsum en við ætlum að leyfa einstaka karakterum að vera með sögu í gegnum seríuna,“ segir Júlíana. Þættirnir verða sex talsins, 20 mínútur hver. Gert verður grín að öllu og munu þær fá með sér ýmsa gestaleikara. Jón Grétar Gissurarson leikstýrir þáttunum.

Júlíana og Vala léku fyrst saman í leikriti í Verzló en síðan þá hafa þær haldið sambandi og vissu alltaf að þær langaði að vinna meira saman í framtíðinni. „Á seinasta ári fengum við svo margar hugmyndir að við ákváðum að taka upp tvo sketsa á símana okkar og fara með þá upp í 365. Síðan tókum við upp pilot-þátt og eftir það byrjuðum við framleiðslu á þáttunum,“ segir Júlíana.



Vala Kristín er að útskrifast úr leiklistardeild Listaháskólans um helgina og Júlíana er nýútskrifuð úr leiklistarskóla í London. „Það er allt klappað og klárt fyrir sunnudaginn, búið að klippa allt og nú erum við bara að bíða eftir stóru stundinni,“ segir Júlíana. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×