Innlent

Safnar saman undirskriftum: Vill lög um heimilisofbeldi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Bergljót Arnalds
Bergljót Arnalds
„Það eru engin lög til um heimilisofbeldi. Ef ókunnugur maður ræðst á þig og lemur þig þá gilda sömu lög og ef maki þinn lemur þig innan veggja heimilisins,“ segir Bergljót Arnalds, rithöfundur og tónlistarkona.

Bergljót stendur nú, í samstarfi við Kvennaathvarfið, fyrir undirskriftasöfnun fyrir þá sem vilja skora á stjórnvöld til að setja sérlög um heimilisofbeldi.

685 manns hafa skrifað undir listann við vinnslu fréttarinnar.

„Það verður að breyta fyrningartímanum. Hann ætti ekki að hefjast fyrr en sambandinu lýkur,“ segir Bergljót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×