Önnur hver kona kynferðislega áreitt við vinnu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Steinunn segir margar niðurstöðurnar sláandi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“ Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“
Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira