Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða kolbeinn óttarsson proppé skrifar 17. apríl 2015 08:00 Þar sem framleiðsluferlar eru svo stuttir í kjúklingarækt getur nokkurra daga töf á slátrun orðið til þess að offjölgun verði í búunum. Það hefur áhrif á velferð dýranna. fréttablaðið/hari Verkfall dýralækna skapar vanda hjá kjúklingaframleiðendum eftir tvo til þrjá daga og um viku hjá svínabændum þar sem ekki er hægt að slátra til manneldis án aðkomu dýralækna. Verkfallið skellur á á mánudag, náist ekki að semja. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri á kjúklingabúinu að Reykjum. Hann segir mikinn aðkeyptan kostnað vera í framleiðslunni og að grafalvarlegt ástand geti myndast með verulegu höggi fyrir framleiðendur. „Við munum fljótt lenda í þakinu með þunga í húsunum og öll vinna sem fer fram snýst um það að fuglarnir muni ekki líða, en það er undir dýralæknum sjálfum komið hvernig þeir stjórna því. Það er ekki í okkar höndum.“Sjá einnig: Búist við kjötskorti Þar vísar Jón Magnús í að dýralæknar geta veitt undanþágur. Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir löngu ljóst að verkfallið hafi mikil áhrif og betra hefði verið ef laun þeirra endurspegluðu það. Undanþágunefnd verður að störfum hjá Matvælastofnun. „Hvað verður gefið af undanþágum fer bara eftir hverju tilfelli fyrir sig og það verður náttúrulega gefið eins lítið af undanþágum og mögulegt er og hvort það sé hægt að nota það til manneldis, það er ekkert búið að ákveða það,“ segir Guðbjörg. Mögulega þurfi að urða kjötið.Sindri SigurgeirssonSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist hafa miklar áhyggjur af dýravelferð, verði af verkfallinu. „Framleiðsluferlar í landbúnaði eru mislangir. Þar sem þeir eru hvað stystir, eins og í kjúklingaframleiðslu og svínarækt, verður þetta stórvandamál á nokkrum dögum. Ég hef miklar áhyggjur af dýrvelferð.“Innflutningur stöðvast líka „Þeir sem vinna við að afgreiða innflutningspappírana eru í verkfalli, þannig að það er ekkert um innflutning að ræða heldur,“ segir Sindri. Hann gagnrýnir Félag atvinnurekenda sem vill leysa yfirvofandi kjötskort með innflutningi. „Félag atvinnurekenda nær þarna algjörlega nýjum lægðum að mínu mati. Þeir eru svo miklir tækifærissinnar að það er með ólíkindum, vegna þess að þetta verkfall er stóralvarlegt mál.“ Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Verkfall dýralækna skapar vanda hjá kjúklingaframleiðendum eftir tvo til þrjá daga og um viku hjá svínabændum þar sem ekki er hægt að slátra til manneldis án aðkomu dýralækna. Verkfallið skellur á á mánudag, náist ekki að semja. „Ef allt fer á versta veg er alveg ljóst að verkfallið mun hafa veruleg áhrif og stöðva framleiðsluna. Það er ekki svo auðvelt að gera það,“ segir Jón Magnús Jónsson, bústjóri á kjúklingabúinu að Reykjum. Hann segir mikinn aðkeyptan kostnað vera í framleiðslunni og að grafalvarlegt ástand geti myndast með verulegu höggi fyrir framleiðendur. „Við munum fljótt lenda í þakinu með þunga í húsunum og öll vinna sem fer fram snýst um það að fuglarnir muni ekki líða, en það er undir dýralæknum sjálfum komið hvernig þeir stjórna því. Það er ekki í okkar höndum.“Sjá einnig: Búist við kjötskorti Þar vísar Jón Magnús í að dýralæknar geta veitt undanþágur. Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir löngu ljóst að verkfallið hafi mikil áhrif og betra hefði verið ef laun þeirra endurspegluðu það. Undanþágunefnd verður að störfum hjá Matvælastofnun. „Hvað verður gefið af undanþágum fer bara eftir hverju tilfelli fyrir sig og það verður náttúrulega gefið eins lítið af undanþágum og mögulegt er og hvort það sé hægt að nota það til manneldis, það er ekkert búið að ákveða það,“ segir Guðbjörg. Mögulega þurfi að urða kjötið.Sindri SigurgeirssonSindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist hafa miklar áhyggjur af dýravelferð, verði af verkfallinu. „Framleiðsluferlar í landbúnaði eru mislangir. Þar sem þeir eru hvað stystir, eins og í kjúklingaframleiðslu og svínarækt, verður þetta stórvandamál á nokkrum dögum. Ég hef miklar áhyggjur af dýrvelferð.“Innflutningur stöðvast líka „Þeir sem vinna við að afgreiða innflutningspappírana eru í verkfalli, þannig að það er ekkert um innflutning að ræða heldur,“ segir Sindri. Hann gagnrýnir Félag atvinnurekenda sem vill leysa yfirvofandi kjötskort með innflutningi. „Félag atvinnurekenda nær þarna algjörlega nýjum lægðum að mínu mati. Þeir eru svo miklir tækifærissinnar að það er með ólíkindum, vegna þess að þetta verkfall er stóralvarlegt mál.“
Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00
Allir fyrir einn og einn fyrir alla Ákvörðun um að hækka laun stjórnar HB Granda hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður. "Setti allt á hvolf,“ segir formaður VSFK. Efling krefst afturköllunar ákvarðana HB Granda. Við ákveðum ekki stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum, segir fram 17. apríl 2015 07:00