Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:00 „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku,“ segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“ Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira