Starfsmenn þora ekki að segja hug sinn kristjana björg guðbrandsdóttir skrifar 25. mars 2015 08:15 Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. "Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir,“ segir Gunnar Bragi. Fréttablaðið/Pjetur Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um næstu áramót nái frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fram að ganga. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli bjóða fastráðnum starfsmönnum stofnunarinnar störf í ráðuneytinu frá þeim tíma þegar stofnunin er lögð niður. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar þora ekki að segja hug sinn á fyrirhuguðum breytingum í ljósi þessa og hafa búið við mikla óvissu síðustu ár. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk það staðfest þegar hann leitaði eftir viðbrögðum nokkurra þeirra. Gunnar Bragi segir víðtækt samráð farið fram um frumvarpið. „Sjálfur hef ég rætt við starfsmennina. Við höfum lagt áherslu á að við sameininguna verði öllum starfsmönnum ÞSSÍ boðin sambærileg störf í ráðuneytinu og að staðarráðnir og tímabundnir starfsmenn haldi sínum samningum.“ Hann segir frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli og segist fullviss um að það nái fram að ganga. „Það er byggt á ítarlegri skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir okkur og umræðum sem við höfum átt í kjölfar hennar. Í þessu sambandi er rétt að nefna að Þróunarsamvinnunefnd OECD, sem við urðum aðilar að fyrir tæpum tveimur árum, lagði til að Ísland legði mat á skipulag og fyrirkomulag þróunarsamvinnu til að tryggja hámarksárangur og skilvirkni. Það höfum við gert og niðurstaðan er nú lögð fram á þingi.“ Sex sinnum á síðustu tuttugu árum hafa verið gerðar tilraunir til að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður og færa starfsemi hennar undir utanríkisráðuneytið. Þetta kemur fram í Heimsljósi, fréttariti stofnunarinnar. Þar er greint frá því að stjórnsýslubreytingar hafi verið lagðar til við flesta utanríkisráðherra sem komið hafa til starfa í ráðuneytinu frá aldamótum. Í grein Gunnars Salvarssonar, ritstjóra ritsins, segir orðrétt: „Með nokkurra ára millibili – og með ærnum tilkostnaði – er lagt að nýjum ráðherrum sem koma inn í utanríkisráðuneytið að þeir leggi stofnunina niður. Í kjölfarið hefst skýrslugerð, viðtöl, óvissutími.“ Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. „Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir.“ Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um næstu áramót nái frumvarp Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra fram að ganga. Í frumvarpinu kemur fram að ráðherra skuli bjóða fastráðnum starfsmönnum stofnunarinnar störf í ráðuneytinu frá þeim tíma þegar stofnunin er lögð niður. Starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar þora ekki að segja hug sinn á fyrirhuguðum breytingum í ljósi þessa og hafa búið við mikla óvissu síðustu ár. Blaðamaður Fréttablaðsins fékk það staðfest þegar hann leitaði eftir viðbrögðum nokkurra þeirra. Gunnar Bragi segir víðtækt samráð farið fram um frumvarpið. „Sjálfur hef ég rætt við starfsmennina. Við höfum lagt áherslu á að við sameininguna verði öllum starfsmönnum ÞSSÍ boðin sambærileg störf í ráðuneytinu og að staðarráðnir og tímabundnir starfsmenn haldi sínum samningum.“ Hann segir frumvarpið lagt fram að vel ígrunduðu máli og segist fullviss um að það nái fram að ganga. „Það er byggt á ítarlegri skýrslu sem Þórir Guðmundsson vann fyrir okkur og umræðum sem við höfum átt í kjölfar hennar. Í þessu sambandi er rétt að nefna að Þróunarsamvinnunefnd OECD, sem við urðum aðilar að fyrir tæpum tveimur árum, lagði til að Ísland legði mat á skipulag og fyrirkomulag þróunarsamvinnu til að tryggja hámarksárangur og skilvirkni. Það höfum við gert og niðurstaðan er nú lögð fram á þingi.“ Sex sinnum á síðustu tuttugu árum hafa verið gerðar tilraunir til að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður og færa starfsemi hennar undir utanríkisráðuneytið. Þetta kemur fram í Heimsljósi, fréttariti stofnunarinnar. Þar er greint frá því að stjórnsýslubreytingar hafi verið lagðar til við flesta utanríkisráðherra sem komið hafa til starfa í ráðuneytinu frá aldamótum. Í grein Gunnars Salvarssonar, ritstjóra ritsins, segir orðrétt: „Með nokkurra ára millibili – og með ærnum tilkostnaði – er lagt að nýjum ráðherrum sem koma inn í utanríkisráðuneytið að þeir leggi stofnunina niður. Í kjölfarið hefst skýrslugerð, viðtöl, óvissutími.“ Kostnaður við gerð skýrslu sem unnin var af Þóri Guðmundssyni á síðasta ári og var til grundvallar frumvarpi Gunnars Braga kostaði 10 milljónir. „Kostnaðurinn var rétt um 10 milljónir, sem var nokkru lægra en gert hafði verið ráð fyrir.“
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira