Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Lárus er enn nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur. Vísir/GVA Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira
Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Sjá meira