Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Lárus er enn nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur. Vísir/GVA Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira