Grænt ljós á kaup leynigagna fanney birna jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Fjármálaráðherra segist ætla að greiða fyrir kaupum á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Fréttablaðið/GVA „Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira
„Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Sjá meira