Grænt ljós á kaup leynigagna fanney birna jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2015 07:00 Fjármálaráðherra segist ætla að greiða fyrir kaupum á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum erlendis. Fréttablaðið/GVA „Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
„Það sem skiptir máli í dag er að við treystum embættinu [skattrannsóknarstjóra] til þess að klára þessa vinnu. Við viljum að embættið sé ekki í neinum vafa með það að það hefur stuðning til að sækja gögnin, það þarf bara að gæta að ákveðnum grundvallaratriðum,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um hugsanleg kaup á upplýsingum um Íslendinga í skattaskjólum. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu RÚV á laugardag að hann teldi málið hafa þvælst of lengi hjá embættinu og ekki stæði á stuðningi fjármálaráðuneytisins. „Það má vera að ég hafi verið kannski of óþolinmóður,“ segir Bjarni en bætir við að hann telji málið samt sem áður hafa tekið of langan tíma. Fréttablaðið hefur greint frá því undanfarið, fyrst í apríl í fyrra, að skattrannsóknarstjóra stæðu slík gögn til boða. Fjármálaráðuneytinu var tilkynnt um að embættinu hefði borist sýnishorn af gögnunum með nöfnum nokkurra hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og að þau gæfu vísbendingar um skattaundanskot. Bæði embætti skattrannsóknarstjóra og fjármálaráðuneytið sendu frá sér yfirlýsingar í gær um málið.Bryndís KristjánsdóttirÍ yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra kemur fram að þegar ráðuneytinu var sent minnisblað um gögnin hafi engar viðræður átt sér stað við bjóðanda gagnanna um mögulegt kaupverð „en eftir því sem skattrannsóknarstjóra sé þó best kunnugt hafi bjóðandi gagnanna fengið greitt fyrir sambærilegar upplýsingar sem fyrirfram ákveðið hlutfall af endurálögðum og innheimtum skatti“. Bjarni segir að á fundi ráðuneytisins með Bryndísi Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra hafi ráðuneytið játað því að til greina kæmi að standa að greiðslu með þeim hætti. Í yfirlýsingu skattrannsóknarstjóra segir enn fremur að ráðuneytið hafi í desember tilkynnt að það vildi tryggja nauðsynlegar fjárheimildir, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, þar á meðal að greiðslur séu skilyrtar við hlutfall af innheimtu. Ekki hafi verið unnt að ná samningum með þessum skilyrðum við sendandann og að afstaða ráðuneytisins til þess að endurskoða þessi skilyrði þurfi að liggja fyrir. Bjarni segir skilyrðið um árangurstengdar greiðslur hafa fyrst komið fram hjá skattrannsóknarstjóra sem þekkt aðferð við svona viðskipti. „Þetta var ekki eitthvert fortakslaust skilyrði af hálfu fjármálaráðuneytisins, heldur var þetta þekkt aðferðarfræði samkvæmt því sem okkur var sagt,“ segir Bjarni. Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins kemur fram að gögnin séu föl fyrir 150 milljónir króna eða 2.500 evrur fyrir hvert mál, en málin eru samtals 416 talsins. „Skylda til mats á upplýsingum þeim sem í boði eru, að hversu miklu gagni þær geta komið við rannsókn á skattundanskotum og ákvörðun um kaup á þeim liggur hjá embætti skattrannsóknarstjóra en fjármála- og efnahagsráðuneytið er tilbúið að greiða fyrir kaupunum, verði það niðurstaða embættisins,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira