Innlent

Hafa aðstoðað um 30 fyrirtæki

Hingað til hafa 30 fyrirtæki tekið þátt í Startup Reykjavík.
Hingað til hafa 30 fyrirtæki tekið þátt í Startup Reykjavík.
Viðskipti Klak Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Arion banki standa í sameiningu fyrir viðskiptahraðlinum Startup Reykjavík fjórða árið í röð nú í sumar.

Startup Reykjavík hraðar ferlinu sem sprotafyrirtæki fara í gegnum þannig að þau nái að koma í verk á tíu vikum því sem annars tæki mánuði eða jafnvel ár.

Tíu fyrirtæki taka þátt í Startup Reykjavík hverju sinni. Arion banki leggur hverju og einu fyrirtæki til tvær milljónir í hlutafé gegn sex prósenta eignarhlut.

Hingað til hafa 30 fyrirtæki tekið þátt í Startup Reykjavík og yfir 630 milljónum hefur verið fjárfest í fyrirtækjum Startup Reykjavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×