Innlent

Hafa enn engin svör fengið vegna Strætó

sveinn arnarsson skrifar
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir illa ganga að fá svör um ferðaþjónustu fatlaðra.
Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, segir illa ganga að fá svör um ferðaþjónustu fatlaðra. Fréttablaðið/Daníel
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa enn engin svör fengið við spurningu um ferðaþjónustu fatlaðra sem lögð var fram þann 15. janúar síðastliðinn. Fyrirspurnin var í átta liðum um undirbúning breytinga á fyrirkomulagi ferðaþjónustu fatlaðra og hvernig kaupum á tölvukerfi var háttað.

„Það hefur gengið mjög illa að fá svör við spurningum innan kerfisins. Maður hefði haldið að það hefði gefist tími til að svara þessum spurningum okkar. Auðvitað er forgangsmál að ná tökum á því ófremdarástandi sem ríkir í ferðaþjónusta fatlaðra, en við teljum að svör við spurningum okkar gætu verið liður í því að skilja vandann betur,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Fyrirspurn Sjálfstæðismanna er í átta liðum. Þeir spyrja hvaða tölvukerfi hafi verið keypt og hvort sú þjónusta hafi verið boðin út, hver hafi veitt fyrirtækinu ráðgjöf varðandi kaupin og hver kostnaðurinn hafi verið.

Einnig er spurt hvort of mörgu fólki með reynslu af ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið sagt upp þannig að fyrirtækið hafi misst unna þekkingu við breytingu á þjónustunni.

Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs, á von á því að svör liggi fyrir á næsta borgarráðsfundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×