Innlent

Stóðu vel að leikskólamálunum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Frá vinstri: Anna Birna Snæbjörnsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Sesselja Hauksdóttir og Ármann Kr. Ólafsson, frá Kópavogsbæ, G. Ásgerður Eiríksdóttir og Gunnsteinn Ómarsson, frá Ölfusi, auk Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra.
Frá vinstri: Anna Birna Snæbjörnsdóttir, Eiríkur Ólafsson, Sesselja Hauksdóttir og Ármann Kr. Ólafsson, frá Kópavogsbæ, G. Ásgerður Eiríksdóttir og Gunnsteinn Ómarsson, frá Ölfusi, auk Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra. Fréttablaðið/Stefán
Kópavogsbær og Sveitarfélagið Ölfuss hlutu í gær, á degi leikskólans, Orðsporið 2015.

Um er að ræða hvatningarverðlaun til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í að efla orðspor leikskólastarfs og unnið ötullega í þágu þess og leikskólabarna.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, veitti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Björnslundi leikskólans Rauðhóls í Norðlingaholti.

Fram kemur í tilkynningu Kennarasambands Íslands (KÍ) um viðburðinn að í fyrra hafi verið ákveðið að Orðsporið færi til sveitarfélags eða rekstraraðila sem þætti hafa skarað fram úr í hækka menntunarstig starfsmanna og eða fjölga leikskólakennurum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×