Innlent

Náðu sáttum við útgerðina

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Verkalýðsfélag Akraness hvetur fólk til að fylgjast með því að ekki sé brotinn á því réttur.
Verkalýðsfélag Akraness hvetur fólk til að fylgjast með því að ekki sé brotinn á því réttur. Fréttablaðið/GVA
Upp á síðkastið hafa annir fylgt hagsmunagæslu fyrir félagsmenn, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness.

Bent er á dæmi um töluverðan fjárhagslegan ávinning sem fólk hafi haft af því að láta reyna á deilumál við vinnuveitendur.

Þannig hafi útgerð á miðvikudag fallist á að greiða skipverjum fulla kauptryggingu á meðan skip var í viðgerð í mánuð, í stað helmings eins og til stóð.

Þá hafi náðst sátt í veikindalaunamáli sem skilaði skipverja hundruðum þúsunda króna og verkamaður hafi fengið orlofsgreiðslur og annað sem vantaði við uppgjör. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×