Innlent

Of fá börn í Hallormsstaðaskóla

garðar örn úlfarsson skrifar
Nemendum í Hallormsstðarskóla hefur fækkað mjög hratt undanfarin ár.
Nemendum í Hallormsstðarskóla hefur fækkað mjög hratt undanfarin ár. Fréttablaðið/Valli
Hallormsstaðaskóli verður ekki starfræktur frá og með næsta hausti.

Fram kom í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þar sem ákvörðun um þetta var tekin að þrátt fyrir að Hallormsstaðaskóli eigi farsæla sögu frá árinu 1967 hefði börnum í skólahverfinu fækkað stöðugt og sum þeirra sæki aðra skóla.

„Nemendur Hallormsstaðaskóla fylla á skólaárinu 2014-2015 aðeins einn tug. Þar sem ekki eru vísbendingar um breytingar á þessari þróun er það mat þeirra sem að skólanum standa, það er sveitarfélaganna Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps, að ekki séu lengur forsendur fyrir að skólahaldi í Hallormsstaðaskóla verði haldið þar áfram,“ segir í bókun bæjarstjórnar.

„Maður getur ekki varist því að hugsa út í það hvort bæjaryfirvöld hér hafi með einhverjum hætti brugðist skólanum og íbúum á svæðinu,“ sagði Stefán Bogi Sveinsson, einn fulltrúa minnihluta Framsóknarflokks, þegar bæjarstjórn ræddi málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×